Ég verð að fá að segja smá um uppáhalds leikstjóranum mínum, David Fincher.
Hann er fæddur í Denver, Colorado árið 1962. Hann byrjaði að fikta í kvikmyndagerð þegar hann var 8 ára. Til að öðlast reynslu í faginu fór hann að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki, þar sem hann vann við að setja filmur í vélar og taka þær út. Loks þegar hann náði 18 ára aldri fór hann að vinna hjá fyrirtæki George Lucas, Industrial Light and Magic(ILM) þar vann hann í fjögur ár. Hann vann við gerð myndanna Return of the Jedi og Indiana Jones: Temple of doom. Síðan hætti hann hjá ILM og fór að vinna við auglýsingagerð og tónlistarmyndbönd. Hann fékk síðan sjéns þegar hann fékk að leikstýra Alien 3 árið 1992. Sú reynsla var ekki góð fyrir hann því hann fékk nánast engu að ráða og hann reifst við 20th Century Fox mennina daglega. Á endanum fékk myndin lélega dóma og fólk var almennt ekki ánægt með myndina. Eftir þessi ósköp fór hann aftur í tónlistarmyndböndin þangað til að maður að nafni Andrew Kevin Walker kom með handrit til hans sem kvikmyndaverin voru hrædd við að gera. Fincher var mjög hrifin af þessu handriti og þeir ákváðu að skella þessari mynd í framleiðslu og David vildi leikstýra. Myndin hét Se7en og kom Fincher á réttu brautina enda halaði hún inn vel yfir 100 milljón dollara. Nú fóru að streyma handrit til hans og hann var ákveðin í að velja vel næstu mynd og halda í séreinkennin sín. Myndin sem varð fyrir valinu var The Game og fékk hann Michael Douglas í aðalhlutverkið. Hún sló einnig í gegn og var Fincher nú orðin heitasti leikstjórinn í Hollywood.
Stíllinn hans vakti mikið umtal og var strax farið að líkja honum við meistara Scorsese. Hann hafði svona dökkan stíl og var ekki hræddur við að koma með nýjar hugmyndir í kvikmyndatækni. Nú voru kvikmyndaáhugamenn komnir með nýjan mann til að dýrka og voru komnir á þessum tíma aðdáendaklúbbar til heiðurs honum og stílnum hans. Talandi um klúbba þá varð næsta mynd hans sú umdeildasta af öllum myndum hans. Fight Club kom út 1999 og kepptust gagnrýnendur að tala um þessa mynd. Sumum fannst hún of ofbeldishneigð en aðrir sögðu hana vera wake up call fyrir kvikmyndagerð. Eitt er þó víst að hún er komin nú þegar í cult status hjá kvikmyndaáhugamönnum.
David Fincher er búinn að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Indelible Pictures. Hann er núna að vinna að myndinni Panic Room og hann hefur verið bendlaður við margar aðrar t.d. The Black Dahlia, Rendezvous with Rama, Passengers, Squids og Kitchen Confidential. Þessi frábæri leikstjóri kemur sífellt á óvart og gerir alltaf betri og betri myndir með tímanum. Eftir nokkur ár spái ég því að hann verður kominn í flokk með Scorsese,Hitchcock,Coppola,Spielberg.
Hér er listi yfir tónlistarmynböndin sem hann hefur skapað.
Aerosmith: Janie´s got a gun
A Perfect Circle: Judith
Billy Idol: Cradle of Love- LA Woman
George Michael: Freedom´90
Madonna: Bad Girl-Express Yourself-I Want You-Oh Father-Vogue
Michael Jackson: Jam-Who is it
Paula Abdul:Sraight up-Col Hearted-Forever your girl
Rolling Stones: Love is Strong
Sting: Englishman in New York
Wallflowers:6th Avenue Heartache
Fyrir frekari upplýsingar um þennan snilling tjekkið þá á www.davidfincher.net
Cactuz-