Fyrir þá sem ekki þekkja spiderman hafa nú þegar nokkrir óvinir spiderman verið kynntir til sögunnar, í Spiderman og Spiderman 2. Það er mjög líklegt að þeir verði notaðir í Spider man 3
Fyrst vill ég benda á Dr. Conners. Hann á eftir að verða Lizard. Það sést í Spiderman 2 að það vantar á hann hægri hendina (brett upp á ermina hans fyrst þegar maður sér hann). Conners rannsakar eðlur og heilunarmátt þeirra. Eðlur hafa þann útrúlega hæfileika að láta útlimi vaxa aftur á sig. T.d. þá láta þær skottið detta af ef þær lenda í því að rándýr ná skottinu. Svo vex nýtt skott á þær. Hann nær að einangra genið sem hefur þessi áhrif og sprautar því í sjálfan sig í þeim tilgangi að láta sér nýja hendi. Það misheppnast og eðlugenin taka yfir allan líkamann á honum
John Jameson ,geimfarinn. Á samkvæmt sögunum að fara nokkrar ferðir áður en hann fer í eins manns leiðangur til tunglsins. Í fyrstu ferðinni hans á eitthvað að fara úrskeiðis og Spider man bjargar honum. En í tunglferðinni finnur hann stein sem hann lætur gera hálsmen úr. En hálsmenið gerir það að verkum að hann breitist í Man-wolf (mann-úlf).
Hins vegar er Edward (Eddie) Brock sýndur í fyrstu myndinni. Hann er Venom. Sko spider man fær sérstakann búning búinn til fyrir sig þegar hann lendir í því að hans búningur rifnar. Þetta gerist þegar spider man er útí geim að þvælast á plánetu sem kallast Battle world. Búningurinn getur skipt um útlit og það er innbyggt í hann óþrjótandi vefir ( til að skjóta). Spider man verður ánægður með búninginn en fer að gruna að eitthvað sé gruggugt við hann.
Hann fær þá vísindamanninn Reed Richards til að rannsaka hann. Og kemst að því að búningurinn sé lífrænn og að hann sé hægt og rólega að taka yfir Spider man andlega og líkamlega. Reed tekst að taka búninginn af Peter Parker en þeir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikla “greind” búningurinn , eða lífveran, býr yfir.
Búningurinn laumar sér aftur heim til Peter og platar hann aftur í hann með því að fela sig í fataskápnum dulbúin eins og venjulegur spiderman búningur.
Spiderman fattar straxx um leið og hann er kominn í búninginn hvað væri í gangi og freistar þess að drepa lífveruna með háum hljóðbylgjum frá kirkjuklukkum. En mistekst og brotnar niður. En lífveran var búin að taka yfir tilfinningar hans Peter og fann til með honum sökum þess. Þannig að hún fórnar sér og fer af honum. Lífveran skríður síðan í burt til þess að deyja.
En finnur Eddie Brock þar sem hann er að fara fyrirfara sér.
Ástæða þess að hann ætlar að fyrirfara sér er sú að spiderman var búinn að eyðileggja feril hans sem blaðamanns.
Hann hafði verið að skrifa greinar um morðingja sem gekk laus og vildi ekki gefa upp hver það væri. Hann var mikið í umfjöllun og umdeildur fyrir að segja ekki til morðingjans. Blöðin með greinunum rokseldust. En svo fann spiderman morðingjan og upplýsti morðin. Þannig eyðilagði hann feril Eddie.Eddi byrjaði að tengjast verunni síðan og breytast í Venom.
Eddie er síðan sigraður af Spiderman. Hann er sendur í fangelsi þar sem hann deilir fangaklefa með Cletus Kasady. Þeir deila fangasögum og Cletus síðar kemst í afkvæmi lífverunnar (búningsins). Henn verður þá að Carnage
Harold “Harry” Osborn er samkvæmt myndasögunum Green goblin II. Hann verður hálf geðveikur þegar hann kemst að því að Spiderman drap pabba hans , að pabbi hans hafi verið Green goblin og að Peter Parker vinur hans sé Spiderman. Hann tekur búning föður síns og verður Green goblin og ræðst gegn Spiderman. Spiderman vinnur og sviptir hann hulunni fyrir lögregluna. Lögreglan hins vegar trúir ekki að hann sé Green goblin því hann sé svo ungur og að Green goblin hafi verið til í svo langann tíma af þeim sökum trúa þeir heldur ekki því sem Harry segir að Peter Parker sé spiderman.
Það var síðan síðar að fréttaritarinn Edward “Ned” Leeds komst í búninginn og dagbækur Osborn. Hann hóf notkun á búningnum undir nafninu Hobgoblin.
En leikstjóri myndanna hefur sagt í viðtali að hann hafi haft mikinn áhuga á Black cat persónunni. En ekki talið að það væri hægt að koma henni inn í spiderman 2. Það væri of snemmt að kynna hana til sögunnar. Hún ákveður að feta í fótspor föður síns sem var slunginn innbrotaþjófur. Hún lætur alla telja að hún hafi mátt til að slá ógæfu á þá sem hún aðra. Hún hefur samt enga sanna ofurkrafta.
Hún verður ástfangin af Spiderman. Hún ákveður að gerast löghlýðin og hjálpa honum í baráttunni gegn glæpum. Þannig kemst hún hjá því að þurfa sitja í fangelsi. Þau urðu ástfangin síðar af hver öðru. En síðar meir fær hún ofurkrafta vegna geislameðferðar frá glæpamanninum Kingpin og þá fer ástarsambandið í vaskinn. Hún ákveður að slíta því til að vernda líf Spiderman.