Joaquin Phoenix, fæddur 28. október í San Juan, Puerto Rico.

Phoenix ættarnafnið bar annar frægur leikari, bróðir Joaquin - River Phoenix sem lést af völdum eiturlyfja. (Stand By Me, t.d.)

Joaquin Phoenix hóf sinn stjörnuferil í sjónvarpinu, lék í nokkrum sjónvarpsmyndum og kom fram sem gestaleikari í nokkrum þáttum. Árið 1995 lék Joaquin á móti Nicole Kidman og Matt Dillon í myndinni To die For. Árið 1997 lék hann á móti Liv Tylor í myndinni Inventing the Abbotts og sama ár lék hann í hinni frábæru mynd U-Turn, leikstýrð af Oliver Stone. Eftir þessa titla hefur Joaquin leikið í nokkrum ágætis myndum, þ.á.m. Return to Paradise, Clay Pigeons (báðar leiknar með besta vini hans, Vince Vaughn) og svo 8MM - sem hann bjargaði bara ágætlega frá tárunum hans Nicolas Cage.

Það sem gerði Joaquin að stórstjörnu vita allir …, myndinn Gladiator sem hann fékk Óskars- og Golden Globe tilnefningu fyrir.

Mér finnst Joaquin Phoenix vera frábær leikari og hlakka mjög til að sjá fleiri myndir með honum.

Takk fyrir
Arnie G.