Trailerar
Hafið tekið eftir hvað trailerar í dag sýna alltof mikið af myndum. Það gerist mjög oft að trailerinn sýnir öll flottustu atriðin í hasarmyndum og gefur falsvonir. Ég er mun hrifnari af teaser-trailerum sem sýna aðeins nokkur áhugaverð brot. Ég hef oft þurft að loka augunum í bíói því ég vil ekki sjá of mikið af mynd sem er að koma. Síðan eru þessir trailerar svo andskoti langir líka. Ég þoli líka ekki að þurfa að spóla yfir auglýsingar á videospólum þær eru farnar að ná 10 mínútum stundum í lengd. Sem betur fer er ekkert svona trailera rugl á DVD. Hvað finnst ykkur um svona trailera sem sýna of mikið?