Myndin Memento hefur slegið í gegn úti í Bandaríkjunum og þykir hún afskaplega frumleg. Leikstjóri hennar heitir Christopher Nolan og er strax byrjað að tala um sequel að þessari mynd. Í aðalhlutverkum eru Guy Pearce( sem sumir spá óskar á næsta ári fyrir þessa mynd), Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano, Stephen Tobolowsky og fleiri. Stíll myndarinnar er frumlegur því söguþráðurinn er settur upp aftur á bak. Margir spá því að þessi mynd verði cult-mynd og að það verði mikið hermt eftir stíl myndarinnar.
Söguþráðurinn fjallar um mann sem er með sjaldgæfa útgáfu af minnisleysi, hann man aðeins hluti í nokkrar mínútur. Hann býr til minnismiða í formi ljósmynda og tattúa. Með þennan sjúkdóm á sér reynir hann að finna út hver nauðgaði og myrti konuna hans. Hann reynir að fá hjálp hjá allskonar fólki til að reyna að púsla saman atburðarrásina sem olli dauða konu sinnar.
Gagnrýnendur hafa lofað þessari mynd hástert og segja hana frumlegustu og flottustu myndina á þessu ári. Sumir segja að hún komi með glænýjar hugmyndir í kvikmyndagerð líkt og The Matrix á sínum tíma.
Ég er rosalega spenntur að sjá þessa mynd, ég er ekki með það á hreinu hvenær hún kemur hingað. Ég skora á alla alvöru kvikmyndaáhugamenn að tjekka á þessari, hún kemur verulega á óvart.

Cactuz-

p.s. athugið www.otnemem.com fyrir frekari upplýsinga