Mér datt í hug að senda inn þessa grein, en veit ekki alveg hvort hún flokkast “alveg” undir flokkin ,, Kvikmyndir “.
Eg fór um daginn til London, frábært veður og indælt fólk. Fyrsta daginn fór ég í eitt lítið moll sem kallast Whiteleys, flottar búðir, geðveikir veitingastaðir og svo kvikmyndahús. Ég keypti mér miða á The day after tomorrow. Og gekk svo að sölubásnum þar sem hægt var að kaupa allskonar popp og kók eins og gengur og gerist í flestum bíó-um. Ég panta mér ”litla kók“ og ”lítinn popp“ þegar afgreiðslukonan tekur upp plastmálið sem ”litla kók-ið“ mitt átti að fara í, stari ég á hana og spyr hana hvort þetta sé ”lítil kók“ hún kinkar kolli og ég get sagt ykkur að þetta ”litla kók“ er eins og ”stærsta kókið“ hérna heima á klakanum. Svo kemur hún með ”litla poppið“ sem er eins og kókið, ”stærsta poppið" á litlu eyjunni okkar. Ég geng inní salinn og mér til undrunar eru sætin ekki fáránlega mjó eins og í sumum kvikmyndahúsum á Íslandi, og það er lengra á milli sætanna í þessu Whiteleys kvikmyndahúsi heldur en í Smárabíó. Ég sest niður, og í öllum þessum hita var þetta besta hugmyndin, fara í bíó, því kaldur blástur blés í salnum.
Ég hélt þó að við Íslendingarnir værum hræðilegir í öllum þessum auglýsingum áður en myndir byrja. Annað kemur í ljós því auglýsingarnar á undan þessari mynd tóku um 30-35 mínútur. Ég klára myndina og geng svo út, sömu megin og ég kom inn í bíó-ið.
Ég væri til í að hafa kvikmyndahúsin á Íslandi, með sömu þægilegu aðstöðu en aðeins minni auglýsingar áður en myndir byrja, þá væri bíóferðin orðin miklu skemmtilegri.