Eini maðurinn á eilliheimilinu sem hann hefur einhver samskipti við er blökkumaður að nafni Jack(Ossie Davis), sem heldur því fram að hann sé J.F.K og að alríkislögreglan hafi stolið úr honum heilanum og sett sand í hausinn á honum í staðinn. Svo er heilanum haldið gangandi á rafhlöðum í hvítahúsinu.
Dag einn fer svo Egypst múmmína, sem hefur vaknað upp af margra alda dvala, á kreik og fer að stela sálum gamlingjana á elliheimilinu. Uppúr því hefst mjög skemmtileg og findin barátta tveggja gamlingja gegn hinu ílla.
Ég átti von á meiri hrillingsmynd en það sem kom í ljós þegar ég sá þessa, en það breitti litlu, því þessi mynd var, og er, mjög heilsteipt. Gott handrit, góður leikur, nánast allt gott við þessa mynd. Elliheimilið er látíð líta mjög drungalega út og er andrúmsloftið í kringum það mjög drungalegt, skapar skemmtilega draugastemingu. En alltaf er glottið rétt hjá, enda mjög skemmtilegt að sjá tvo gamlingja, annan í hjólastól og hinn með göngugrind reyna brejast við ílla múmmíu.
Þetta er gæða mynd og mæli ég með fyrir alla þá sem vilja sá alvöru gæða bíómyndir á tímum rusl og sorbíómynda sem yfirgnæfa video og kvikmyndamarkaði þessa dagana. Gef henn 9/10.
En þess má geta að myndin fær 7.9 á imdb.com
Helgi Pálsson