Plúsarnir við óskarshátíðina voru þessir:
BENICIO DEL TORO - Frábær leikari. Átti styttuna skilið.
TRAFFIC - Hlaut fjórar verðskuldaðar styttur.
CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON - Sama.
STEVEN SODERBERGH - Hélt flottustu ræðuna.
RUSSELL CROWE - Styttan núna sárabót fyrir að hafa verið hunsaður illilega fyrir snilldarperformansinn í “The Insider” í fyrra.
BJÖRK - Naumhyggjulegur flutningur í glysumhverfi. Flott.
STEVE MARTIN - Ívið fyndnari kynnir en Billy Crystal. DÆMI: “At the end of the show tonight, one celebrity gets voted out of showbusiness”. Vil sjá Steve aftur að ári.
Mínusarnir við óskarshátíðina voru þessir.
GLADIATOR - Besta myndin(?) Ja, hérna. Hvar eru kröfurnar?
ERIN BROCKOVICH - Að svona meðalmennskuvella skuli tilnefnd!
JULIA ROBERTS - Hún vann. OJJJJBARASTA!!
LAURA LINNEY - Hún tapaði. Hundrað sinnum betri leikkona en Júlia
CHOKOLAT - Lasse Hallström er löngu útbrunninn.
BESTA LAGIÐ FLOKKURINN - Risaeðla. Ef þú semur últravæmna sykurdrullu fyrir Disney-teiknimynd þá ertu pottþéttur með tilnefningu. Iðnaðarmennirnir Randy Newman og Alan Menken eru áskrifendur hér (jökk!) Hvað er risinn Dylan að snobba fyrir þessum viðbjóði? Ullabjakk!