Napster fyrir bíómyndir?
Það er ekki bara tónlistariðnaðurinn sem þarf að kljást við steliþjófa á Netinu. Nú er kvikmyndaiðnaðurinn farinn að finna fyrir því einnig. Neðanjarðarmarkaður með stolnar myndir fer ört stækkandi og búast sérfræðingar við því að í lok ársins 2001 verði um einni milljón mynda hlaðið niður á degi hverjum. Talið er að einn aðalstaður fólks til að hittast og skiptast á myndum sé á Irkinu þar sem það sér hver á hvað.