Taxi Driver Taxi Driver(1976)

Leikstjóri: Martin Scorsese(Goodfellas, Casino, Gangs Of New York)
Handrit: Paul Schrader

Aðalhlutverk: Robert De Niro(Travis), Harvey Keitel(Sport), Cybill Shepherd(Betsy), Peter Boyle(Wizard) og Jodie Foster(Iris).

Smá um söguþráð:
Myndin Taxi Driver er frá árinu 1976 og snýst hún um næturlífið í Brooklyn kringum þann tíma. 26 ára fyrrverandi hermaður úr Vietnam; Travis Bickle sækir um starf sem leigubílstjóri í Brooklyn í New York og sækir um að vinna ‘long hours’ vegna svefnleysis. Travis er einmana, með klám og ofbeldi á heilanum og þráir að finna sér einhvern til að tala við reglulega. Travis reynir að vingast við starfsmann frambjóðanda(Betsy), og kynnist seinna 14 ára gamalli hóru(Iris) sem hann vorkennir og langar til að hjálpa.

Mitt álit:
Mér fannst þetta virkilega einstök mynd, leikstjórinn nær að fanga næturlíf New York í myndinni og gerir hann það vel. Hasarinn í myndinni er ekki mikill fyrr en í endann, en þessi mynd er mjög góð áhorfs, hún er fram að endanum höfuð mjög róleg en spennist þá upp.
Í myndinni eru á ferðinni margir hæfileikaríkir leikarar í byrjun síns leikferils, t.d. Robert De Niro, Harvey Keitel, Jodie Foster og Peter Boyle(Frank í Everybody Loves Raymond).
Ég mæli eindregið með þessari mynd, þar sem þetta er ekki einungis virkilega vel leikin mynd heldur er þetta ein af betri myndum kvikmyndasögunnar. Leikstjórnin var einnig frábær.
Mæli með að þið sem ekki hafið séð hana farið út á leigu og leigið hana fyrir litlar 200-300 kr.
Inniheldur hina frægu línu De Niro's; “Are you talkin' to me?”.

Ég gef þessari mynd 9 / 10
http://www.imdb.com = 8,4 / 10 - #40 / #250 Top movies

Takk fyrir,
Steinþór.

Heimildir: www.imdb.com - Internet Movie Database