Van Helsing
Gott fólk 800krnar sem ég eyddi á Van Helsing eru best eyddu krónur sem ég hef nokkru sinni eytt
í bíó á eftir Lord of the rings þríeykinu.
Þessi mynd er alveg meiriháttar brellurnar alveg til fyrimyndar, flottir búningar.
flottur þráður og eins og sjá má á næstu grösum er aðalleikaravalið alls ekki af verri endanum:
Hugh Jackman - Van Helsing
Kate Beckinsale - Anna Valerious
Richard Roxburgh - Count Vladislaus Dracula
David Wenham - Carl
Hvað um það, myndin er byggð á skáldsögu(eftir höfund sem ég veit ekki nafn á og finn eingar heimildir um).
Sagan er semsagt um Dr. Gabriel Van Helsing sem var frægur skrímslaveiðmaður seint á 19. öldinni. Myndin hefur
svona nettan blæ af James Bond og Indiana Jones mynd sem skemmir alls ekki fyrir.
En myndin byrjar með hasar og endar í hasar, með smá rómantík og drama inn á milli :), mér persónulega finnst
Hugh Jackman(x-men) fara alveg SNILLDARlega með hlutverk Helsings, honum er ætlað að fara með þetta hlutverk, það sem ég
meina er að bara hann gæti farið með það, t.d. ef Bloom ætti að fara með það eða eitthvað svoleiðis þá væri það ónýtt og myndin líka,(ekki það að ég hafi eitthvað á móti Bloom).
Og svo hún Anna Valerious(Underworld),
finnst hún bara vera þarna til að vera sæta hörkulega gellan. Annars skilar hún alveg ágætum leik, en eins og ég sagði fyrr, er hun bara þarna til að vera sæta gellan til að bjarga úr vandræðum.
Svo hann Richard Roxburgh(MI-2) fer með hlutverk sitt
dracula alveg ágætlega, samt hægt að gera betur(alltaf hægt að gera betur(??)).
Finnst hann bara ekki vera svona eins og
Dracula hefur verið í öðrum myndum sem ég ef séð, kannski er það bara ég.
En svo kemur að honum David Wenham sem fer FRÁBÆERLEGA með
sitt hlutverk sem taugaveiklaði vísindamaðurinn Carl, en þetta er character sem hægt er að hlæja aftur og aftur að, því honum dettur alltaf einhver vitleysan í hug. ::D
En með þessum skrifuðu orðum ætla ég að enda þetta.
Heimildir: http://imdb.com/title/tt0338526/