Snatch (Þetta er í annað skiptið sem ég reyni að senda þessa grein inn, í fyrra skiptið fór hún á ítalska boltann, ekki einu sinni með réttum titli né texta! það eina sem fór rétt í gegn var myndin!)


Ég var útá vídeóleigu í gær(þ.e.a.s. á föstudaginn) með vini mínum og við ætluðum okkar að leigja mynd, eftir að haga lagt höfuðin eilítið í bleyti stó valið á milli X-men eða Snatch, ég vildi eiginlega frekar taka X-men því ég vissi ekki við hverju maður átti að búast í Snatch. En svo mætti vinkona okkar á staðinn og mældi með Snatch, þannig að við ákváðum að skella okkur á hana, og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum!

Söguþráðurinn er skemmtileg flækja sem undir lokin greiðist skemmtilega í sundur. Virkar reyndar svolítið flókin til að byrja með en smátt og smátt fara brotin að passa saman.

Allir leikararnir eru sannfærandi í sínum hlutverkum, og það er gaman að sjá gömlu fótboltakempuna, Vinnie Jones, að leika, en hann er mjög góður í sínu hlutverki, eins og reyndar bara allir leikararnir! Þeir virka eins og fæddir í hlutverkin.

Myndin er líka tekin mjög skemmtilega, og oft á tíðum er takan bara mjög flott, eins og t.a.m. í síðasta bardagaatriðinu, alveg geðveikt þegar þeir frysta myndina á kýldum Brad Pitt og svitinn þyrlast af honum, og þetta er aðeins eitt af fjölmörgum skiptum í myndinni þar sem myndatakan er frábær.

Snatch er hin besta skemmtun og ég var mjög sáttur í sýningarlok, ég leyfi mér að segja að þetta sé með betri myndum sem ég hef séð.
Ég ætla að gefa henni 3 og hálfa stjörnu af 4 mögulegum, hún missir hálfa vegna þess að hún er svolitla stund að fara af stað.


Ps. Ég hef heyrt að þessi mynd minni nokkuð á Lock, Stock And Two Smoking Barrels en ég hef bara ekki séð hana ennþá þannig að ég get ekkert fullyrt um það!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _