the salton sea
The Salton Sea ;

Leikstjóri : D.J. Cariso

Handrit : Tony gayton

Meðal leikenda : Val Kilmer , Vincent D'Onofrio o.fl

Sýningartími : 100 min c.a.

Audio : 5.1 dolby digital

Allir evrópskir tekstar


Myndin ; ein besta mynd Val Kilmers að mínu mati sem leikur dópistann Danny Parker a.k.a Tom Van Allen . Lífið hans er svona skipt í tvennt svona eins og batman …
1 ári áður en myndin gerist þá sér maður Tom ásamt konunni sinni í ferðalagi hjá Salton Sea en þar stoppa þau við til að fá leiðbeiningar . Inn koma allt í einu tveir menn með hríðskota byssur og tæta pleisið í tætur . Tom sem var á baðherberginu sér síðan konu sína vera aftekna fyrir framan hann . Tom lifir af og segir lögreglunni sögu sína en þau botna ekkert í málinu . Tom ákvað þá að taka málið í sínar eigin hendur með aðeins eitt rautt hár sem sönnunargögn . Tom finnur morðingjana og þá breytist hann í Danny Parker sem er svona Rat eða “Uppljóstrari” í góðri íslenskri tungu . Danny er algjör dópisti og var frábær Rat fyrir tvo lögreglumenn sem bustuðu hann fyrir að keyra fullur og dópaður á bílinn þeirra . Danny er falið verk að gera dópsamning við einn snargeðveikan mann sem heitir Poo Bear en hann missti einmitt nefið við Overdoze á kókaíni . Vincent D'Onofrio(Law & Order C.I) leikur meistaralega Poo Bear sem er latur og Danny fattar það að hann er snargeðveikur ….


Val Kilmer leikur frábærlega í þessari mynd og auðvitað Vincent sem er einmitt í svolitlu uppáhaldi hjá mér þessa dagana .
*** 1/2 / *****
IMDb : 7.2

Aukaefni : Heimildarmynd um myndinna : talað við leikara , D.J. Caruso og producerana .

Mæli mikið með þessari