Vic og Vincent Vega voru bræður sem við þekkjum úr myndunum Reservoir Dogs og Pulp Fiction, þeir er að snúa aftur í myndinni The Vega Brothers sem verður leikstýrt og skrifuð af Quentin Tarantino eins og hinar myndirnar tvær, leikararnir Michael Madsen og John Travolta munu einnig snúa aftur.
Þeir sem hafa séð upphaflegu myndirnar vita að það er ákveðið vandamál með að gera mynd með þessum bræðrum en það er leyst með því að láta myndina gerast í fortíðinni.
Þess má til gamans geta að Michael Madsen var boðið hlutverk Travolta í Pulp Fiction en valdi frekar að leika í Wyatt Earp, hann hafnaði einnig aðalhlutverkinu í Natural Born Killers að ráði Tarantino. Madsen er núna að leika í annarri Tarantino mynd sem heitir Glorious Bastards.
Hvernig lýst fólki á? Mér finnst alla vega líklegt að þetta sé rétta ráðið fyrir Travolta sem gekk ekki alveg nógu vel í fyrra.
<A href="