Leikstjóri: Steven Spielberg
Framleiðendur: George Lucas, Kathleen Kennedy, Frank Marshall og Robert Watts
Handrit: Willard Huyck, Gloria Katz og George Lucas
Tagline: If adventure has a name… it must be Indiana Jones.
Einkunn á Imdb: 7,2
Þema: Hasar/Ævintýri
Framleiðsluár: 1984
Land: Bandaríkin
Lengd: 118 mín
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kate Capshaw, Ke Huy Quan og Amrish Puri
Myndin hefst árið 1935 í Shanhai þar sem Indy á í viðskiptum við þrjót að nafni Lao Che, Indy sleppur með stæl ásamt söngkonunni Willie Scott(Kate Capshaw). Indy verrður fyrir því óláni að flugvélin hans hrapar á Indlandi þar sem hann ákveður að hjálpa ættbálki að ná aftur helgum steini sem hafði verið stolið úr þorpinu.
Það var óhjákvæmilegt að gera framhald af snilldinni sem Raiders var og leit það framhald dagsins ljós á því herrans ári 1984.
Því miður stendur þessi Raiders langt að baki og nær einfaldlega ekki að standa undir væntingum.
Steven Spielberg er frábær leikstjóri og hefur margoft staðið sig betur en hér.
Harrison Ford sínir góða takta sem fornleifafræðingurinn úrræðagóði en því miður hefði verið hægt að nýta hann betur.
Kate Capshaw er pirrandi og skemmtileg á víxl og er ekki nærri því jafn góð og Karen Allen var í fyrri myndinni.
Ke Huy Quan er góður í hlutverki Short Round og var alltaf hægt að brosa að vitleysunni í honum.
Amrish Puri er einn af hápunktunum í myndinni sem illmennið Mola Ram og stelur hann senuni frá Harrison í hvert sinn sem hann er á skjánum.
Handrit myndarinnar er ekki jafn gott og í Raiders, mikið meiri hasar og miklu minni persónu sköpun sem er ekki alveg nógu gott.
Myndin er mun dekkri en Raiders og það gefur henni alveg hið fínasta yfirbragð á köflum.
Sviðsmynd og tæknibrellur eru sem fyrr í mjög góðu standi og eldast mjög vel.
Ýmis vandamál komu upp við tökur myndarinnar eins og það að ekki fengust Indversk stjórnvöld til að veita leyfi fyrir því að myndin yrði tekin upp þar í landi, reynt var að semja en þegar það tókst ekki var ákveðið að flytja tökur til Sri Lanka.
Kate Capshaw var einstaklega hrædd við skordýr þannig að brugðið var á það að gefa henni einfaldlega róandi og senda hana á svið.
Harrison Ford meiddist illa á baki í slagsmála atriði og á tímabili var hugað að því að hætta við myndina, en þess gerðist ekki þörf því Fordinn ákvað bara að skreppa í umdeilda aðgerð í Bandaríkjunum sem svínvirkaði.
Sharon Stone kom til greina til að leika Willie Scott en ekkert varð af því.
Myndin var gerð fyrir 28 milljónir dollara og halaði inn 179 milljónir dollara í Bandaríkjunum og 333 milljónir dollara samanlagt.
Þó svo að myndin sé hin fínasta skemmtun þá er hún aldrei með tærnar þar sem Raiders hafði hælanna og vantar helst alminnilega persónusköpun.
***1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.