Four Rooms - 1995

Lengd: 98min

Imdb eink: 5.9

Leikstjórar: Allison Anders(Grace of my heart), Alexandre Rockwell(13 Moons),
Robert Rodriguez(Desperado, From Dusk til Dawn) og Quentin Tarantino(Pulp Fiction, Kill Bill, Resvoir Dogs).(Leikstjórar sömdu einnig handritin af þeim köflum sem þau leikstýrðu)

Aðalhlutverk: Tim Roth, Madonna, Lili Taylor, Jennifer Beals, David Proval, Antonio Banderas, Salma Hayek, Morissa Tomei, Bruce Willis og Quentin Tarantino svo fáir séu nefndir.


Þessi mynd er ekki þessi venjulega kómedíska bíómynd, ef það er þá til “venjuleg”. Þessi mynd er í raun samansafn fjögurra stuttmynda. Það mætti kalla þetta þáttaröð. Þessir 4 þættir koma í eftirfarandi röð:

“The Missing Ingridient”(Allison Anders)
“The Wrong Man”(Alexandre Rockwell)
“The Misbehavers”(Robert Rodriguez)
“The Man from Hollywood”(Quentin Tarantino)

Myndin sjálf fjallar um Vikarpiltinn Ted(Tim Roth), sem er að vinna sinn fyrsta dag á hóteli Mon Signor í New York á Nýársnótt/morgunn. Hann lendir í ýmsum ævintýrum…..nánar tiltekið 4. Allar sögurnar spinnast í kringum þennan eina karakter. Ætla að reyna að segja ekki of mikið, en hún byrjar þannig að hann tekur á móti nornum í Brúðarsvítunni, fer þá með ísfötu í vitlaust herbergi, passar krakka krimma og tekur svo þátt í veðmáli undir lokin.

Mikið er um kunnugleg andlit í þessari mynd, enda vildu margir koma við sögu við gerð þessarar myndar. Sagt er að Madonna hafi elt Tarantino, en fékk samt ekki að vinna með honum, sem var mikið drawback fyrir hana. Samtsem áður fer hún með snilldarleik ásamt “flest” öllum öðrum. Lítið slæmt hægt að segja um leikinn.

Húmorinn er nokkurnveginn í fyrirrúmi hérna, enda um kolsvarta kómedíu að ræða. Á tímabili skellir maður uppúr yfir heimskupörum Tim Roth's.

Lokaorð: Frábær mynd, góð skemmtun, mæli endilega með henni.
A