The Matrix Revolutions
Lengd: 124 mínútur
Útgáfudagur: 5.4.2004
Svæði: 2 og 5

Diskur 1: Myndin (ég tel ekki nauðsynlegt að fjalla um efni myndarinnar, hægt er að nálgast umfjallanir á kvikmyndir.is)
Myndin er í góðum gæðum og fínum litum. Hljóðið er ágætt, Dolby Digital 5.1, og samspil milli tals, hljóðs og tónlistar afbragðsgott.

Diskur 2: Aukaefni

1. Revolutions Recalibrated
Þetta er þessi týpíski “ Making-of ” þáttur. Mjög góður og fræðandi þáttur og mun betri en sá sem fylgdi með Reloaded.

2. CG Revolution
Í þessari mynd er fjallað um tæknibrellurnar, einkum í Super Burly Brawl og Battle of Zion. Þar eru viðtöl við t.d. framleiðandann Joel Silver (Die Hard, Predator, Leathal Weapon), brellumeistarann John Gaeta og teiknarann Geoff Darrow. Gaman að sjá flottar teikningar Geoff Darrows og hve mikil áhrif þær höfðu á skotin í myndinni.

3. Super Burly Brawl
Þessi hluti er mjög skemmtilegur. Í honum færðu að sjá bardagann frá þremur sjónarhornum. Í sjónarhorni 1 sérðu myndir frá upptökum bardagans eða pre-viz tökur. Í sjónarhorni 2 sérðu teikningarnar sem lágu að baki bardaganum. Í sjónarhorni 3 sérðu síðan atriðið eins og það er í myndinni, klippt og með hljóði. Síðan eru öll þessi sjónarhorn spiluð í gegn hvor í samræmi við hina í þremur gluggum, þannig að við fáum að sjá bardagann renna í gegn frá þremur mismunandi sjónarhornum og getum við valið hvert þeirra við fókúserum á með “Angle Selection”-takkanum á DVD fjarstýringunni.

4. Operator
Þessum hluta er skipt í fjóra undirkafla:
i) Neo Realism
ii) Super Big Mini Models
iii) Double Agent Smith
iv) Mind Over Matter
Í þessum myndum er aðallega fjallað um gerð Burly Brawl-bardagans; líkön, Agent Smith-brúðurnar og þess háttar.


5. Future Gamer: The Matrix Online
Heimildarmynd um netleikinn “The Matrix Online”, byggðan á Matrix-trílógíunni, sem kemur út á árinu. Ekkert spes að mínu mati.

6. Before The Revolution
Tímaás Matrix-sögunnar. Ekkert nýtt kemur þar fram, ef þið hafið séð Animatrix og Matrix-trílógíuna fáið þið ekkert að vita nýtt í þessum hluta.

7. 3-D Evolution
Myndagallerí af hinu og þessu, sérstaklega VFX-skotum.

Yfir allt afbragðsgóð útgáfa og skyldueign fyrir alla aðdáendur Matrix-myndanna.

***/****