Leikstjóri: Steven Spielberg
Handrit: George Lucas, Philip Kaufman og Lawrence Kasdan
Framleiðendur: George Lucas, Howard G. Kazanjian, Frank Marshall og Robert Watts
Tagline: The creators of JAWS and STAR WARS now bring you the ultimate hero in the ultimate adventure.
Einkunn á Imdb: 8,7 af 10 (16. sæti af 250)
Land: Bandaríkinn
Þema: Hasar/Ævintýri
Lengd: 114 mín
Framleiðsluár: 1981
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Karen Allen, Paul Freeman og John Rhys-Davies
Myndinn gerist árið 1936 og leikur Harrison Ford Indiana Jones sem er Fornleifafræðingur og kennari. Háttsettir mennn innan leynþjónustu hersins setja sig í samband við hann og segja honum frá því að Nasistarnir leiti ákaft að týndu sáttmálsörkinni.
Indy er náttúrulega sendur af stað til að ná örkinni á undan þjóðverjunum og vitaskuld verður allt vitlaust.
Já hér mætir Indy fyrst til leiks með svipuna mögnuðu og hattinn góða í boði George Lucas og Steven Spielberg.
Lucas hafði þegar framleitt Star Wars Episode IV og V og ákvað að halda áfram með gamla hugmynd sína, sem var einmitt Raiders of the Lost Ark. Hann fékk því Steven Spielberg til að leikstýra og Lawrence Kasdan til að skrifa handritið. Svo þurfti að ráða leikara, Spielberg spurði Lucas hvort honum litist ekki á Harrison Ford, Lucas var ekki hrifinn því hann hafði leikið stórt hlutverk í tveimur öðrum myndum hans, því næst reyndu þeir að fá Tom Selleck í hlutverkið, en hann gat það ekki vegna þess að hann var samningsbundinn CBS til að gera þáttaröðina Magnum P.I.
Þá var ákveðið að Harrison Ford skildi leika Indy og ég held að margir séu sáttir við þá ákvörðun.
Myndin var gerð fyrir 20 milljónir dollara og halaði inn 242 milljónir dollara í Bandaríkjunum og rúmlega 384 milljónir dollara yfir allan heiminn, þannig að það er öruggt að Lucas og Co eigi fyrir salti í grautinn.
Steven Spielberg stóð sig mjög vel við að leikstýra þessari mynd, hún er hröð og skemmtileg þó henni sé aldrei drekkt í hasar, sama má segja um tæknibrellurnar sem mér þykir eldast mjög vel.
Indy er skemmtilegur karakter og þó að hann sé svakalega úrræðagóður finnst manni hann aldrei vera ofurmannlegur sem gerir hann að skemmtilegri persónu sem er snilldarlega leikinn af Harison Ford.
Karen Allen kemur með flotta frammistöðu sem hörkukvendið Marion Ravewood sem greinilega getur drukkið alla undir borðið.
Paul Freeman gerir Belloq að alveg klassísku illmenni með þetta augnaráð og franski hreimurinn er alveg nauðsynlegur.
Svo má ekki gleyma frábærri frammistöðu frá Ronald Lacey sem leikur alveg svakalega illan Nasista.
Þessi mynd hefur allt sem góð mynd á að hafa, brandararnir hitta allir í mark, hasarinn er flottur, hetjan er mögnuð og vondu kallarnir eru alveg rosalega vondir.
Þessi mynd er bara ekkert annað en tímalaus klassík og mæli ég hiklaust með henni.
*****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.