Matchstick Men er seinasta myndin sem Ridley Scott sendi frá sér, hann er að dempa sig niður milli tveggja stórmynda með þessari fínu kvikmynd. Nicolas Cage er oftast góður og slær ekki feilnótu hér. Hann er góður í hlutverki hins maníska og undarlega svindlara. Sam Rockwell kemur sterkur inn og eftir Confessions of a dangerous Mind er ég farinn að dýrka hann ágætlega mikið. Alison Lohman, stelpan sem fer með hlutverk dóttur Cage, er fín í sínu hlutverki. Ridley Scott er að gera hérna svolítið öðruvísi mynd en hann er vanur en honum tekst að skapa skemmtilegt andrúmsloft og er myndin hin besta skemmtun.
Útgáfan er svona la-la, ósköp venjuleg og ekki mikið út á hana að setja. Region 1 menn bomba disknum í snapper í trássi við yfirlýsingar sínar um að þeir væru að hætta að nota þau déskotans hulstur. Diskurinn kom út 24.Febrúar 2004 á R1, en myndin er nýkomin út í Evrópu. Enginn munur er á R1 og R2 útgáfunum, nema sá að R2 útgáfan er í Amaray-hulstri.
MYNDIN
Nicolas Cage og Sam Rockwell leika hér tvo svindlara og síma-höstlera sem ætla sér að féfletta einhvern aumingja mann. Flækist líf þeirra þegar 14 ára gömul dóttir Cage dúkkar upp og fær hann til að breyta sínum háttum.
MYND
Myndgæðin er fín og aspect ratioið er 2.35:1. Sígilt fyrikomulag á diskum frá Warner, myndingæðin eru einhvern veginn alltaf svona á bilinu 90-100%.
HLJÓÐ
Ekkert spes bara venjulegt(DD 5.1). Þar sem þessi mynd byggist ekki mikið á látum og sprengingum heldur samtölum er mikilvægt að það sé vel heyranlegt. Svo er málið hér. Gott jafnvægi á milli tónlistar og talsins, þó á nokkrum stöðum fannst mér tónlistin vera frekar hátt stillt. Tvær hljóðrásir eru á disknum,franska og enska,báðar DD 5.1 og síðan er commentaru með Ridley Scott og höfundunum Ted og Nicholas Griffin.
AUKAEFNI
Aukaefnið er af skornum skammti, þarna er að finna einn making of þátt. Sem er í raun mjög langur en virkilega skemtilegur svona miðað við aðra svon þætti sem maður hefur séð. Farið er mjög djúpt í efnið og er honum skipt í þrjá hluta: Pre-Production, Production og Post-Production. Er um það bil klukkutími og 10 mínútur að lengd. Síðan er trailer, franskur,spænskur og enskir textar. Það er ekki minnst á interactive menus né scene selection aftan á hulstrinu en til allrar lukku eru gagnvirkir valgluggar og kaflaval.
Í LOKIN
Ágætis kaup þessi diskur, og er ég persónulega alfarið farinn að kaupa R1 útgáfurnar nema R2 beri eitthvað mikið af. Atriðið þegar Sam Rockwell tekur Christopher Walken eftirhermuna er í raun nóg til þess að maður kaupi diskinn. Þetta er jafnvel betra en þegar Kevin Pollak tekur hann. Diskurinn fær svona 7.0 frá mér.
Aðrar Staðreyndir
Sýningartími:116 mínútur
Anamorphic: Já
Útgefandi: Warner Brothers Home Video
Region:1
KURSK