Sú fyrsta sem mér áskotnaðist að horfa á um helgina er kvikmyndin Shriek: I know what you did last friday the 13th með þeim Julie Benz og Maline Alexandro í aðalhlutverkum ásamt “dip-boy” úr Buffy the Vampire Slayer og Tiffany Amber Thiessen. Ég held að ég verði nú að segja að frumraun Julie Benz (Darla úr Buffy the Vampire Slayer) sé nú með lakari kantinum sem ég hef séð sjónvarpsstjörnu gera. Í kvikmynd þessari er greinilega verið að gera grín að myndum á borð við Carrie, Scream, Scary Movie og fleirum sem gerðar hafa verið í svipuðum í dúr. Samt sem áður er þetta grínmynd og í sjálfum sér hlær maður frekar að fáránleikanum að hversu illa þessi mynd er gerð heldur en raunverulegu atriðunum. Leikurinn er mjög slæmur, umgjörðin er hræðileg, kvikmynd þessi minnir helst á D-klassa mynd frá 1980 og satt að segja við ég biðja alla um að varast þessa eins lengi eins og þeir mögulega geta.
Einkunn: 1.0 (bara vegna þess að Julie Benz er gella)
Seinni kvikmyndin er einnig frumraun sjónvarpsstjörnunnar David Boreanez sem leikur vampíruna Angel í samnefndum sjónvarpsþáttum en kvikmynd þessi kallast Valentine og er hrollvekja af versta gæðaflokki. Aðrir leikarar í henni eru Denise Richards og nokkrar af þeim ungu konum sem á hraðri leið eru til glötunar í D-myndum Hollywoods. Kvikmyndin fjallar í stuttu máli um strák í 10 ára bekk sem ætíð var komið illa fram við að skólasystkinum sínum og 13 árum seinna ákveður hann að myrða þær stúlkur sem voru verstar við sig. Hann sendir þeim nokkur skondin valentínusarkort og stuttu seinna, þ.e. þegar það dimmir þá ræðst hann til atlögu. Söguþráðurinn er sorp í allri sinni merkingu þar sem engin tvö atriði í sjálfum sér tengjast og varla er hægt að meika út hvað er að gerast án þess að spyrja sjálfan sig hvað í andskotanum maður er sjálfur að láta hafa sig út í að horfa á svona sorp. Leikurinn er hræðilegur, sviðsmyndin er gölluð þar sem stundum er morðatriði í gangi í húsi og dimmt er fyrir utan og síðan þegar líður á atriðið þá er allt í birta komin sem lýsir inn í gegnum gluggann. Ég nenni varla að eyða fleiri orðum í þetta en ég vona að þið takið mark á orðum mínum og fáið ykkur frekar góða pizzu í stað þess að þurfa að bera þessi mistök augum.
Einkunn: 1.0 (bara vegna þess að David Boreanez úr Angel er cool)
ScOpE