Crying Freeman (1995) Crying Freeman (1995)

Leikstjóri: Christophe Gans
Höfundar: Kazuo Koike(myndasagan), Ryoichi Ikegami(myndasagan), Christophe Gans(handrit) og Thierry Cazals(handrit)

Leikarar:
Mark Dacascos (Yo Hinomura/Freeman)
Julie Condra (Emu O'Hara)
Rae Dawn Chong (Detective Forge)
Byron Mann (Koh)
Tchéky Karyo (Detective Netah)

Lengd: 102 mínútur

IMDb einkunn: 6.6

— Bakgrunnurinn —

- Crying Freeman er byggð á myndasögunni Crying Freeman: Portrait of a Killer sem er fyrsta og eina bókin sem hefur náð miklum vinsældum. Einnig er búið að gera anime myndir úr þessu og til er DVD diskur til sölu í mörgum netverslunum. Sjálfur hef ég ekki lesið eða séð þetta en ef einhver hefur gert það þá má hann lýsa því hér fyrir mig hvernig myndin berst saman við.

- Maðurinn í stólnum, Christophe Gans á ekkert gríðarlega stóran feril, aðeins 4 myndir alls. Fimmta myndin er sögð verða Silent Hill, kemur í ljós hver sannleikurinn í því er. Þrátt fyrir fáar myndir að þá er þetta hörku leikstjóri, eins og hann sýnir manni í þessari mynd og Brotherhood of the Wolf sem einmitt Mark Dacascos var líka í.

- Svo er það Mark Dacascos, sem vonandi flestir hafa kynnst. Hann er með 23 myndir á ferlinum, auk þátta og sjónvarpsmynda, og ég held að flestir kannist við Cradle 2 the Grave, Brotherhood of the Wolf, DNA og svo auðvitað Crying Freeman. Hann er einmitt eiginmaður mótleikkonu sinnar í myndinni, Julie Condra, og eiga þau eitt barn saman. Ég fékk þetta af IMDb og er hreinlega ekki viss hvort þetta samband sé enn í dag….who cares :)

- Ef einhver ykkar er að spá í því hver Tchéky Karyo er….að þá ættuði að muna eftir honum sem Richard í Kiss of the Dragon, Dr. Serge Leveque í The Core eða Jean Villeneuve í The Patriot. Mjög góður leikari sem ég hef mikið álit á.

— Myndin —

Yo Hinomura(Freeman) er leigumorðingi sem starfar fyrir Syni Drekans, hann hefur ‘Crying’ viðbótina frá því að hann fellir tár eftir hvert verk. (Afhverju það er verðið þið að sjá sjálf og hvernig hann verður einn af þeim.). Synir Drekans eru verndarenglar Kína og drepa hvern þann sem ógnar þeirra þjóð. Þegar Yo er sendur til að drepa son Yakuza leiðtoga, verður ung kona, Emu O'Hara, vitni að öllu saman. Hún hræðist Yo ekkert þrátt fyrir að sjá hann myrða þá, heldur laðast hún að honum, og öfugt. Honum er skipað að myrða hana því hún var vitni en hann fær sig ekki til þess og bjargar henni. Svo eftir að hann drepur leiðtoga Yakuza, hefst mikil valdabarátta um leiðtogastöðuna og Freeman er hundeltur af þeim ásamt löggunni. Svo verð ég að koma með eina línu enn…..Þeim skjátlast allsvakalega ef þeir halda að það sé ekkert mál að taka niður færasta morðingja í heimi!

Mér fannst myndin hafa fínasta plot, ekkert meistaraverk en ég er auðvitað ekki að segja ykkur nærri því alla söguna, og ég las að hún sé nánast 100% beint úr fyrstu Crying Freeman bókinni. Myndatakan fannst mér vera til fyrirmyndar, hefðu kannski mátt slaka aðeins á með slow-motion?ið, ekkert til að skammast yfir samt sem áður. Þetta er ræma sem inniheldur mörg frábær hasaratriði, oftast byssubardagar en við fáum að sjá Dacascos kick some ass án byssna líka. Hann er nú martial arts meistari, vel þekktur. Rómantíkin fær líka að njóta sín vel í myndinni, má ekki gleyma henni.

Ég ætla að enda þessa óvenju stuttu grein mína á stjörnugjöfinni, hún fær ***/***** hjá mér, hefði fengið hálfa í viðbót ef Dacascos hefði fengið fleiri hand-to-hand bardaga. Maður verður bara að horfa á Brotherhood of the Wolf til að sjá það eða eitthverja eldri. Munið bara næst þegar þið farið á leiguna að taka þessa sem gamla.



Shagua