“Zion er forrit, alveg einsog Matrix. Hvernig getur Neo áttað sig á því að hann getur stoppað drápsvélarnar í Zion í enda myndarinnar?
Þetta gaf Neo þá hugmynd og skilning að Zion væri í kerfinu(ekki raunveruleiki).

“The One” útskýrður
The One er forrit, en verður að vera tengt við einhvern í Matrix. Svo Mr. Anderson fékk það í sjötta Matrix. “The One” forritið hefur það ætlunarverk að leyfa Zion að eyðileggjast svo það getur verið byggt aftur. Ástæðan fyrir þessu er frávik – 1% af mannkyninu meðtekur ekki Matrix. Þetta fólk er allt fært úr Matrix forritinu og sett í Zion forritið útaf “Morpheus” forriti og öðrum álíka “skipstjóra” forritum. Þegar öll frávikin eru komin út úr Matrix og í Zion þá er kominn tími fyrir að eyðileggja Zion, og þá deyja öll frávikin. Þá er Matrix endurbætt og þá verður til ný útgáfa af Matrix en Zion verður að vera endurgerð svo að næstu frávikin geta verið færðu úr Matrix og í Zion þar sem þeim getur verið eytt aftur(hringrás). Og þetta er ástæðan til að varðveita handfylli af fólki svo Zion geti verið endurreist. Svo þetta er vegna þess að Neo sagði að spádómurinn var lygi – “The One” markmið var ekki til að enda stríðið einsog spádómurinn sagði.
Því miður, “The One” forritið verður að vera endurnotað(eða afritað) í hvert skipti, svo það getur aftur verið tengt við nýtt frávik í Matrix. Hvað verður þá fyrir gamla “The One” forritinu? Það þarf að standa frammi fyrir eyðingu, eða einsog Véfréttin sagði, það fer í útlegð, alveg einsog franski náunginn(the Merovingian eða “Víkingurinn”) gerði. Hann var fyrsti “The One”(líklegast úr annarri útgáfu af The Matrix), og um leið og hann hefur uppfyllt sitt verk, hann verður útlægt forrit og “segir af sér” tigninni að vera “The One” með því að velja Persephone og krafta. Þetta er má tengja við þegar Persephone biður Neo um að kyssa sig. Hún segist vilja kyssa hann svo hún geti fundið aftur hvernig það er að vera svona nálægt mannveru, einsog “Víkingurinn” var einu sinni. Svo segir hún við Trinity að hún öfundi hana en svona hlutir eru ekki ætlaðir að endast(þá er hún að tala um samband Trinity og Neo). Svo að “Víkingurinn” var eitt sinn alveg einsog Neo – The One – sem sannar enn meira þessa endurtekna hringrás sem var útskýrð aðeins framar.


Rétta hurðin í herberginu með Arkitektnum
Nú eru tveir möguleikar:

1. Allir hinir “The One” á undan Neo hafa valið dyrnar hægra megin sem gerir
“tímabundna útbreiðslu” af kóðanum þeirra inn í the Matrix (þ.e. kóðinn sem “the one” ber í sér sem bendir til að Neo sé mennskur), þá verður hann að frelsa 23 manneskjur úr the matrix svo Zion getur verið endurbyggð. Þetta hindrar það að uppbygging Zion áður fyrr berst ekki í gegn til nýja Matrix. En Morpheus sýndi fram á það að þetta er málið hvor sem er í Matrix 1(myndinni). Hann sagði “ það var maður fæddur inni í Matrix, hann var fær um að breyta hlutum, það var hann sem frelsaði þau fyrstu af okkur,” – þá er átt við “The One” sem var á undan Neo. Og þetta sannar að “The One” á undan Neo valdi dyrnar til hægri einnig. Ætlunarverk Neo er að velja dyrnar til hægri en það gerir hann ekki því þá mun hann mæta eyðingu og og hafa þann möguleika að leggjast í útlegð – forrit sem kjósa að fara í útlegð er það eina sem er ekki hægt að reiða sig á í PROGRAM PARAMETERS. Á þann hátt velur hann vinrsti dyrnar. Hvernig gat Neo verið fær um að velja vinstri dyrnar? Var það vegna hans gífurlegt viljastyrks? – Jafnvel “Arkitektinn” sagði að hann hefði tekið eftir þessu – “Áhugavert. Þetta var sneggra en hjá hinum.” Eða það sem meira er, var það vegna þess að Véfréttin endurbætti hans kóða með brjóstsykrinum sem hún gaf honum þegar þau sátu á bekknum. Nammið var aðferð til að breyta “The One” forriti. Hún sagði að hann(Neo) hefði gert trúara úr henni – þetta er mjög mannlegt og það getur verið að fyrirrennarar Neo höfðu ekki meðtekið nammið sitt, nú hefur Véfréttin von… von sem er að Neo velur dyrnar vinstra megin.

2. Allir fyrirrennarar Neos völdu vinstri dyrnar., björguðu Trinity og létu Zion falla. Svo þetta skipti er ekkert öðruvísi. En “Arkitektinn” segir: “Þú ert hér því að Zion er við það að eyðast. Það er eyðun allra lifandi vera, öll þeirra tilvera þurrkuð út” og einnig “þetta er sjötta skiptið sem við höfum eytt því(vísar til Zion), og við erum að verða mjög árangursrík í því.” – gerum ráð fyrir að “Arkitektinn” sé ekki að ljúga, þá hafa þeir nú þegar eytt Zion (Zion hefur fallið) fimm sinnum – þ.e. , útkoman af því að fara gegnum dyrnar vinstra megin.


Morpheus og Trinity eru forrit.

Ætlunarverk Morpheus er að finna “The One” og koma honum til “Arkitektsins”. Æltunarverk Trinity er að stjórna “The One” með því að láta hann verða ástfanginn af sér. Trinity á að vera móðir nýja “The One” í hvert skipti sem Matrix er endurhlaðið(Matrix is Reloaded). Þetta er ástæðan fyrir því að kynlífs-senan milli Trinity og Neo var svona mikilvæg og þetta er ástæðan fyrir því að hún heitir Trinity. “Arkitektinn” segir “hún mun deyja og það er ekkert sem þú getur gert í því.” Þetta var alveg rétt hjá honum því hún dó rétt einsog Neo í mynd 1(Véfréttin sagði að Neo eða Morpheus yrði að deyja og hún var ekki að ljúga því Neo dó í endann á eitt en lifnaði við aftur). Trinity deyr, en hún lifnar við aftur(við erum að nota læknisfræðilegan dauða í þessum kafla).

“Arkitektinn” gerði líka Neo betur fært um að velja dyrnar til vinstri:


“Arkitektinn” - ”Náist ekki að frelsa frávikin(vísað til Neo sem er frelsarinn) verður kerfisbundið hrun á Matrix sem drepur alla þá sem tengjast Matrix, sem orsakar eyðingu Zion sem að lokum mun valda eyðingu alls Mannkynsins.”

Neo – “Þú munt ekki láta það gerast, þú getur það ekki. Þú þarft mannverur til að lifa.”

“Arkitektinn” – “Það eru viss lífsskilyrði sem við erum tilbúin að sætta okkur við. Hinsvegar, aðalatriðið er hvort þú ert reiðubúinn að valda dauða hverrar einustu lifandi veru í þessum heimi.”

Lítandi á þetta betur þá segir “Arkitektinn” þverstæðu með því að segja að með eyðingu Zion muni allt mannfólkið deyja. Svo segir hann að allir þeir sem eru tengdir the Matrix munu deyja en ef Zio er ekki eytt þá þarf mannkynið ekkert að eyðast út. Einnig er líklegt að það verði til “tímagluggi” þegar farið er í gegnum hægri dyr og kerfistbundna eyðilegging Matrix, sem leyfir Neo að frelsa eins marga og hann getur frá Matrix þá deyr það fólk ekki. Það verður því byrjun nýs Zion. Og það sem gerist fyrir Matrix er ekki eyðilegging heldur endurhleðsla(reloading).

Agent Smith útskýrður

Agent Smith er líklegast eini “mannlegi” parturinn í heiminum. Hann er sá sem dreifir sér um allt einsog vírus með því að fjölfalda sjálfan sig aftur og aftur þartil Matrix verður ofhlaðið og hrynur. Smith er sá eini sem vill komast úr Matrix fyrir fullt og allt. Hann segir svo í fyrstu myndinni “ ég verð að komast hérna út, ég verð að vera frjáls! Og í þessum huga er lykillinn minn” kreistandi hausinn á Morpheus, “lykillinn minn! Um leið og Zion verður eytt er engin ástæða fyrir mig að vera hérna lengur.” Smith veit að með því að drepa Neo mun hann sleppa úr Matrix því Neo er lykillinn að endurræsa Matrix eða slökkva á því. Þegar Smith drap Neo í fyrstu myndinni þá fluttust sumir kraftar Neo yfir til hans(að klóna sig) - svo að með því að drepa Neo aftur mun það gera honum kleift að fá alla krafta Neo og þar með öðlast vald til að slökkva á Matrix.
Svo hvaðan kom Smith víst hann vill bara eyða Matrix? Honum er greinilega ekki ætlað að vera þarna – hann er tölvuvírus þar sem hann hefur öll einkenni vírusa – hann fjölfaldar sig og dreyfir sér með því að sýkja önnur forrit einsog “The One”. Hann er einmitt einsog hann vildi lýsa mönnunum í fyrstu myndinni – “Þið komið ykkur fyrir á einum stað og fjölgið ykkur þartil hver einasta náttúruauðlind er uppurinn og eina leiðin fyrir ykkur að lifa það af er að færa sig á annað svæði. Það er önnur lífvera sem hegðar sér svipað. Veistu hvað það er? Vírus.”
En hver setti hann þarna? Það mun einungis koma í ljós í þriðju myndinni býst ég við – en ég þori að veðja að mannverurnar í alvöru heiminum þ.e. fyrir utan Zion og Matrix. Þau eru nefnilega í stríði við vélarnar og eru að reyna að eyða þeim með því að sýkja þau með vírus – Agent Smith. Svo að kaldhæðnin á bakvið þetta er að Agent Smith er fulltrúi manna en Neo er fulltrúi véla. Agent Smith segir við Neo eftir að hann er búinn að hitta Véfréttina(Neo sko) að hann varð frjáls þegar Neo eyddi honum í fyrstu myndinni(munið þegar Neo fór í líkama hans og sprengdi hann innan frá) – einsog vírus, hefur Smith eiginleikann að “erfa” eiginleika annarra forrita og því erfði hann suma krafta Neo.

Frávikin ústkýrð

Frávikin eru allar þær mannverur sem meðtaka ekki Matrix. “Arkitektinn” sagði “Þitt líf er summa allra þeirra sem móttaka ekki Matrix. Þú ert niðurstaða af frávikum, sem þrátt fyrir mínar einlægnu tilraunir hef ég ekki getað eytt því sem virðist bara vera samsvörun stærðifræðilegar nákvæmni. Meðan þetta verður byrði að reyna að forðast það, þá er það ekki óvænt og því ekki stjórnlaust.” Þetta á við Neo en Neo’s Matrix hylki(mannveran sjálf) er tengt við forritið “The One” svo hann geti fylgt ætlunarverki sínu einsog útskýrt að framan.
Hinsvegar er honum einnig ætlað að vernda sjálfan sig og eyða öllu því sem stendur í hans vegi – þ.e. Agent Smith – frá því að klára verk sitt. Enn meira er að Neo – og aðrir sem meðtaka ekki Matrix – eru frávikin,
“Arkitektinn” - Þitt líf er summa frávika sem verða til í ójafnri jöfnu sem erfist í forritið Matrix.
- “The One”. Taktu einn þriðja t.d. af einum. Það er 0,33333… Tölva getur ekki átt við óendanlegar tölur svo hún verður að sætta sig við takmörk, tökum sem dæmi 0,33333. Margfaldaðu þetta með þremur, þú færð 0,99999 – en aldrei 1,00000. Hvað hefur því orðið um frávikið 0,00001(One)? Þetta er takmörkun tölva, þetta er stærðfræðileg svipbrigði sem festast í forritinu(á Matrix) og er að því ómögulegt að eyða “The One”.(hann er stór partur af kerfinu)

Hver er jafnan þá?

Ekki viss, en það hefur örugglega eitthvað með pí(3,14) að gera. “The Keymaker” segir að opið sem myndast til að opna dyrnar að “Arkitektnum” séu opin í 314 sekúndur. 3,14 er pí með þremur markverðum tölustöfum eða talan af radíus í hálfum hring. Hálfur hringur lítur út einsog þversnið af maga(helst af óléttri konu) sem er mjög lík þakinu sem var yfir Neo og Trinity í ástarsenu þeirra – getnaður að nýja “The One” “NEO” er með sama bókstafi og “ONE”. Trinity og Neo – einn á einn; möguleikinn – einn á einn. Gefur okkur 101. “101” er nefnt mjög oft í Matrix 1 og Reloaded. Herbergið hans Neo í byrjun myndar 1, “Víkingurinn er á hæð 101, hraðbrautin er nr.101 og svo þegar Trinity er að hakka sig í kerfið í orkuverinu þá slær hún passwordið Z10N0101. Þetta er skrýtið. Þetta vísar til að hún er forrit því þetta var ekki eitthvað RANDOM val á passwordi sem hún sló inn. 101 er tvíundartölustafur(binary) fyrir 6, sem er staðlað á núll settu tvíundarkerfi sem telur: 000 er 1, 001 er 2, 010 er 3, 011 er 4, 100 er 5, 101 er 6 – og þetta er sjötta útgáfan af Matrix! Svo er það 3!
03. 303 er hótelherbergið hennar Trinity í Matrix 1 og það sést í endanum þegar Neo er að berjast við Agentana og Smith og það bókstaflega sést kóðinn sem gerir The Matrix. 101 x 3 = 303, a trilogy, 3 + 0 + = 6 = sjötta útgáfan af Matrix. Trinity þýðir 3.

Hver er “móðirin” sem “Arkitektinn” vísar til?

“Arkitektinn” segir “Plíss” í næstum ósammála rómi við Neo þegar hann stingur uppá að Véfréttin sé móðir Matrix, en hann lætur það aldrei fyllilega í ljós hver það er eða hvort Neo hafi rangt fyrir sér. “Arkitektinn” var sá sem skapaði Matrix; aðstoðarskaparinn er hvorki Persephone eða Véfréttin. Þær báðar eru einungis forrit sem hafa tilgang í Matrix, alveg einsog hinir. “Arkitektinn” er með stjórn yfir Matrix heiminum en aðstoðarskaparinn er því með stjórn yfir Zion heiminum. Hún er næstum á sama aldri og “Arkitektinn”. Þessvegna hlýtur þetta að vera konan sem er höfuð Öldungaráðsins, eina konan sem er svona mikilvæg í Zion og spurði um tvo sjálfboðaliða á ráðfundinum í mynd 2. Hún var sú sem sagði varnarmálaráðherra Zion að róa sig niður og leyfa Morpheus að gera hans verk einsog honum var ætlað(allt gert með ráðahug “Arkitektsins”) Hún var sú eina sem vissi allan tímann um Matrix.
Þetta gæti einnig verið Véfréttin. Hún er eina forritið sem vill sannarlega að mennirnir hafi frjálsan vilja… á sama tíma sér hún framtíðina því hún veit kóðann – hún er einsog Guð – sem er líklegast þessvegna sem Seraph verndar hana(sjá nánar í umfjöllun um Seraph neðar).