Titill: Last Action Hero
Leikstjóri: John McTiernan
Handrit: Zak Penn, Adam Leff, Shane Black og David Arnott
Þema: Hasar/Grín
Land: Bandaríkin
Framleiðsluár: 1993
Tagline: This isn't the movies anymore.
Einkunn á Imdb.com: 5,4 af 10
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Austin O'Brien, Charles Dance, F. Murray Abraham o.fl.

Last Action Hero fjallar um 12 ára dreng að nafni Danny Madigan (Austin O'Brien) sem finnst ekkert skemmtilegra en að fara í bíó og horfa á myndir um Jack Slater (Arnold Schwarzenegger). Vinur hans sýningarstjórinn leyfir honum svo að sjá nýju myndina um Jack Slater, Danny tekur boðinu að sjálfsögðu fegins hendi. En það vill svo til að Danny lendir inní sjálfri myndinni fyrir tilstilli töframiða sem sýningarstjórinn gaf honum. Danny fær þá bíó upplifun sem fáir fá að kynnast.

Þetta er einkar áhugaverð parodía, ef svo má kalla, á þessar hasar myndir frá Hollywood.
John McTiernan (Die Hard, Predator) tekst alveg ágætlega upp með það að gera grín að öllum þessum ýktu hasar myndum. Hann kemur með þessar klassísku klisjur eins og það að aðalmaðurinn lendir í sprengingu og gengur burt án þess svo mikið að fá óhreinindi á jakkann á meðan aðrar harðduglegar og heiðarlegar löggur (sem eiga auðvitað minna en viku í eftirlauna aldurinn) deyja nær samstundis og það að öll símanúmer byrja á 555.
Arnold Schwarzenegger hentar náttúrulega frábærlega sem Jack Slater, þessi týpíska hetja sem drepur fjórtán illmenni með sjö skotum á meðan hann segir lélega one - liner brandara, og hann stendur sig með prýði í þessu hlutverki.
Charles Dance leikur af stakri snilld, vonda mannin sem er náttúrulega breskur hægri handleggur ítalsks mafíu foringja með lélegan hreim.
Austin O'Brien leikur Danny Madigan, en hann er með svolítið ójafna frammistöðu, en á sín móment.

Margir frægir leikarar koma fram í litlum hlutverkum og má þar nefna James Belushi, Robert Patrick, Sharon Stone, Damon Wayans, Danny DeVito og Ian McKellan.

Myndin er allt í allt hin fínasta skemmtun og á mjög góða kafla, en því miður er hún dregin niður af slöppum endi.

***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.