Gibson er nefnilega strangtrúaður kaþólikki, meðlimur í trúarsamtökum sem eru á móti öllum ‘umbótum’ kaþólsku kirkjunnar. Þetta sjónarmið get ég svosem vel skilið, þrátt fyrir að ég álít að það sé alls ekki hægt að lifa samkvæmt biblíunni, þrátt fyrir að alltof margir reyni.
En svo fékk einhver valdamikill Gyðingur þá flugu í hausinn að myndin væri and-semetísk og gæti kynt undir gyðingahatri, og sjá, skyndilega byrjuðu gyðingar heimsins að hrópa í kapp við hvorn annan, spúandi eldi í átt að vesalings Gibson. Fjölmiðlar sáu skemmtilegt tækifæri, mögnuðu þessar sögur upp úr öllu valdi og gerðu jafn hryllilega hluti og að taka viðtal við háaldraðan föður Gibsons og fá út út honum trú hans á helförinni (hann efast um helförina, sem þýðir ekkert gott í strangtrúuðum Bandaríkjum) og enn syrti í álinn fyrir Gibson. Árásir úr öllum áttum, endalausir flokkar af fólki sem svívirti hann eins og lýðurinn Jesú. En einhvernveginn tókst honum að koma myndinni út, og hvað gerist? Fjölmiðlar og klerkar safnast saman í bíó, horfa og segja hvað?
Nákvæmlega það sem maður bjóst við.
Mér fannst eins og tvær hliðar væru að togast á í gagnrýnendum: Fordómar og svo það sem þeir sáu. Þvi að það sem þeir sáu var stórkostlegt.
Myndatakan er það fyrsta sem ég vil nefna. Sjaldan hef ég séð jafn frábærlega listræna myndatöku og hér, leikurinn er frábær og myndin er aldrei ‘langdregin’, ekki einu sinni í hinni frægu hýðingarsenu. Nei, þessi fræga sena finnst mér alls ekki einkennast af ‘kvalalosta leikstjórans’. Hún er stórkostlega áhrifamikil og eitt það besta í myndinni. Ekki vottur af and-semetisma fyrirfinnst hér. Ekki nokkur minnsti. Ef að þessi mynd er and-semetísk, þá er biblían sjálf það, og það mundu fáir hatarar myndarinnar þora að segja.
Nei, þeir sem segja það eru alls ekki að túlka biblíuna. Ég álít biblíuna listaverk, stórkostlega siðferðissögu, þ.e. ef að þú sérð eitthvað á bakvið orðin. Eins er með Passion, þú getur ekki bara horft og greint í flokka, þú verður að sjá eitthvað bakvið myndina. En gallinn er sá að það eru alltof fáir sem sjá eitthvað bakvið neitt yfirleitt, sem er einmitt ástæðan fyrir því að myndir sem þessar fara yfirleitt í mjög takmarkaða dreifingu, og eru taldar aðeins vera fyrir einhverskonar elítu.
En nei, þessi fer í almenna dreifingu, og þökk sé fjölmiðlafárinu fara allir á hana og sjá flestir ekkert á bakvið. Það eina sem þeir sjá er maður að fórna sér, afskapleg klisja, finnst flestum, og alveg rosalega lélegur endir, og enginn bardagi til að lífga hana við! Af hverju leikur Van Diesel ekki Ésú?
Nei, gallinn er sá að þetta er hálfgerð arthouse mynd á röngum stað. Ég mæli sterklega með henni. Erfitt er að lýsa henni, og það er svo sannarlega engin þörf á að rifja upp söguþráð, en ég get svo sannarlega sagt að hún er mjög, mjög, mjög góð. Hvaða merkingu fólk tekur frá henni er eins og með biblíuna sjálfa. Þú getur séð stórhættulegt rit sem hefur valdið dauðsfalla alltof margra, eða háheilagt verk (eins og þessir hálfvitar frá Krossinum sem stóðu fyrir utan og innan í bíóinu og dreifðu bæklingum…) eða þá gríðarlega áhugaverða siðferðissögu. Það byggist allt á eigin túlkun.
Því vil ég segja við þá fordómafullu, megi sá sem syndlaus er kasta fyrsta steininum, og megið þið ganga gleðinnar dyr inn í bíóið og reyna að dæma það sem þið sjáið, ekki það sem þið lesið.
Og í guðanna bænum, munið: EKKI fara með börn á myndina. Alls ekki.
3 1/2 stjarna af 4.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane