Til þess að fólk fari ekki að kaupa vitlausan pakka þá ætla ég að segja strax að ég keypti mér Region 1 (eina regionið sem var er í) Kassinn er frekar stór og inniheldur 7 DVD diska hvorki meira né minna og er sjötti diskurinn bara aukaefni. Þetta er öll 1 serían í X-files og eru 4 þættir á disk. Myndgæðin og hljóðið er í toppstandi en ég varð var við einkennilegum galla á Pilotinum og á eftir að kíkja hvort þetta sé á fleiri þáttum. Svo virðist sem að það birtist allt í einu smá caption á ensku í nokkrum atriðum án þess að maður stillti sérstaklega á það. En þetta er smá galli ef þetta er bara bundið við þennan eina þátt, sérstaklega þar sem þetta er ekki ljótur caption texti eins og RÚV notar eða notaði(hef ekki horft mikið á sjónvarp upp á síðkastið). Aukaefnið er mest megins trailerar og viðtöl. Sagt er aftan á að það séu deleted scenes en þau eru einungis tvö, Atriði úr pilotinum með kærasta Scullys og svo smá special effects atriði sem er hreint út sagt brilliant. Svo fylgja einnig spes viðtöl við Chris Carter þar sem hann segir álit sitt á uppáhaldsþáttunum sínum. í heildina litið er þetta hreint út sagt frábær titill sem enginn X-Philes unnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Vona bara að 20th century fox haldi áfram að gera svona góða pakka og vona að seríur 2 og uppúr verða í þessum stíl. Þá á þetta eftir að líta vel út í DVD hillunni hjá manni.
[------------------------------------]