Ég hef verið að lesa mig til um að skrifa DVD myndir í tölvu. Ég á yfir 200 dvd titla og sumir hafa orðið fyrir smá skakkaföllum í gegnum tíðina. Ég fór að nostra við þá hugmynd um hvort ég ætti að fjárfesta í DVD skrifara því ég fékk forrit sem á að geta lagað hina og þessa galla á upprunalegu diskunum og svo skrifað þá yfir á dvd skrifanlegadiska.
Flest allar DVD myndir eru á svokölluðum Dual layer disk og þar af leiaðndi er diskurinn um 9gb. En diskar sem seldir eru í tölvubúðum eru um 4.7 gb. Þarafleiðandi þarf forrit til að þjappa þessu saman á einn 4.7gb disk.
hafa einhverjir reynt þetta og séð hvernig þetta kemur niður á gæðunum. Því það er hlutur sem ég pæli mikið í.