Den Eneste Ene eða Hinn eini rétti er leikstýrð af Susanne Bier. Þetta er svona rómantísk gamanmynd. Ég er alltaf mjög spennt að sjá nýjar danskar myndir því þær oftast algjör snilld. Ég var búin að bíða mikið eftir þessari því ég sá svo góðar umfjallanir um hana. En hún olli mér nokkrum vonbrigðum.
Hún fjallar um tvenn pör sem eru að reyna að eignast barn, þekkja hvort annað ekkert í byrjun en svo flækjast þau eitthvað saman um miðbik myndarinnar. Karlmaðurinn úr öðru sambandinu og konan úr hinu verða ástfangin við fyrstu sýn og svo verður allt frekar augljóst og klisjukennt upp úr því. Það kemur smá Hollívúdd-rómó-fílingur yfir þetta alltsaman. En þrátt fyrir það eru margir frekar fyndnir brandarar sem voru ekta danskir.
Leikurinn var ekki nógu góður, ég þekkti nú bara einn úr öðrum dönskum myndum(fyrir utan þann sem lék prestinn í Midunes sidste sang hann lék einnig prest í þessari, einnar setningar hlutverk) og það var Paprika Steen sem lék í öllum dönsku Dogma myndunum, allstaðar í aukahlutverki. Hún stóð sig frábærlega í sínu hlutverki og bar eiginlega myndina uppi.
En jæja nóg er komið af þessu blaðri…
ég gef henni tvær stjörnur **
–H