Það er ekki mikið af TV seríum komið út á DVD en þeim fer fjölgangi og eru útgefendur stundum tvístígandi yfir því hvernig eigi að gera þetta.

Ég byrjaði að safna Southpark á DVD og keypti 3 fyristu volumin sem voru sett upp þannig að Volume 1 var Season 1, þættir 1 - 4. Volume 2 var svo Season 1, þættir 5 - 9 o.sfv. En síðan var hætt að gefa þetta út og var byrjað á Collection pökkum í staðinn (T.d. Mr. Hanky pakki). Þættirnir í þeim pökkum voru úr mismunandi seríum og í mismunandi röð og ekkert vit í því að safna þessum þáttum lengur.

Ég er að safna “X-Files: The Complete # Season” pökkunum og finnst mér FOX vera að standa sig vel með þá. Season 3 á að koma núna í mai og mun vera eins og fyrstu 2 pakkarnir (Svipað Layout á pakkningu, sami fjöldi þátta á diskum og sama uppsettning). Það er vonandi að FOX stoppi ekki útgáfuna í seríu 4.

Aðrar seríur sem eru mjög eigulegar eru “Buffy The Vampire Slayer” og “Farscape”. Season 2 af BtVS kemur út í mai og mun vera eins og Season 1 pakkinn. “Farscape” kemur reglulega út er í skemmtilegum Collectors pakkningum - Einnig eru gæðin á Farscape og extra dótið á diskunum sérstaklega gott.

Eru ekki fleyri að safna séríum? Hvar finnst þér best að kaupa diskana, og ertu með einhverjar vefsíður sem eru duglegar að koma með fréttir fyrir safnara? Endilega deildu því.

Ég er ánægðastur með www.dvdexpress.com í USA, en fyrir evrópsku útgáfurnar verzla ég hjá Amazon.co.uk (þeir eru dýrir og ekki bestir - hinsvegar þeir einu í evrópu sem ég treysti). www.TheDigitalBits.com finnst mér besti sourcinn fyrir fréttir af útgáfum á titlum og seríum.

Endilega deilið upplýsingum og segið hvernig söfnunin hjá ykkur gengur og hvort þið séuð ánægð með útgáfurnar.