Þetta er sent inn á áhugamálið Kvikmyndir-DVD að ósk notanda Huga.is sem nefnist Moli. Njóttu vel kæri vinur.

3000 Miles to Graceland
kvikmyndaumfjöllun eftir ScOpE

Leikstjóri: Demian Lichtenstein
Handrit: Richard Recco og Demian Lichtenstein.
Aðalhlutverk: Kurt Russel, Kevin Costner, Courtney Cox, Christian Slater, Kevin Pollak, David Arquette, Jon Lovitz og Howie Long.
Aukahlutverk: Ice-T og Bokeem Woodbine.

Í stuttu máli fjallar kvikmynd þessi um fyrrverandi fanga sem ræna casínó á Elvis ráðstefnu.

Í lengra máli er leikstjórnun þessar myndar pínulítið of listræn en samt sem áður kemur öllu sýnu til skila af nýju jómfrúnni í leikstjórabransanum í Hollywood honum Demian Lichtenstein. Kvikmyndin hefst með rosa hvelli. Ef einhverjir hafa séð treilera þessarar myndar þá halda þeir eflaust að þessi mynd snúist aðeins um hvernig nokkrir náungar plana alla kvikmyndina að ræna casínó þegar Elvis ráðstefna er í gangi. En það er einmitt það sem flestir halda og skjátlast. Tíu mínútna atriðið í byrjun myndarinnar þegar þeir ræna casínóið svipar til bankaránsins í HEAT, atriðin eru gerð í slow-motions og mörgum hverjum svipar til leikstjórnar Johns nokkurs Woo´s en hingar 120 mínúturnar snúast um eftirleik ránsins og blóðsúthellingarnar vegna þess.

Kevin Costner er hreint út sagt frábær í þessari mynd og ótrúlegt en satt þá er hann öllu ólíkari heldur en hann hefur verið í fyrrum myndum sínum þar sem í þessari leikurinn hann vonda manninn. Eitt af því besta við þessa mynd er sú staðreynd að allir eru vondir, maður verður bara sjálfur að túlka fyrir sjálfan sig hversu slæmur hver og einn er auk þess og hversu mikið þér þykir heillast að viðkomandi persónu. Costner er verstur af þeim öllum og að lokum kemur það í ljós að sú vonda persóna sem okkur á að þykja vænst um er engin annar heldur en Kurt Russel (eins og til dæmis í kvikmyndinni Breakdown).

Að auki alls hasarsins ber fyrir rómantík í kvikmynd þessari og þá milli Courtney Cox og Kurt Russel. Einnig er það kaldrifjaði sonur Elvis, Costner og tvær löggur sem leiknar eru af Kevin Pollack og Thomas Haden Church sem hrósa hvorum öðrum hvívetna með dásamlegum neistum. Síðan má nefna hina og þessa leikara sem fylla ýmsar stöður í þessari kvikmynd sem þekktir eru innan bransans í Hollywood; Howie Long, David Arquette, Bokeem Woodbine (Blökku-Elvis), Ice-T, Christian Slater og fleiri.

Kvikmynd þessi er sú fyrsta í langann tíma sem maður verður að sjá aftur og aftur í bíó til þess að upplifa allan hasarinn og lætin í viðeigandi hljóðkerfi auk þess sem maður mun eflaust læra myndina utan af. :-)

Hinn ungi leikstjóri Demian gerði einnig tiltölulega einkennilega framkvæmd þegar hann gerði tvær útgáfur af myndinni og leyfði hvorum tveggja af aðalleikurum myndarinnar að klippa sína eigin útgáfu af henni, Kevin Costner og Kurt Russel. Costner útgáfan einblíndi meira á hasar, blóðbað, inneflaútspítingar, dauða, sprengingar og “Fuck”. Útgáfa Russel´s var meira um félagsskapinn og ástarsamband síns og Courtney Cox. Costner útgáfan beið betri hlut (thank god) en ég get í sjálfum sér ekki séð fram á það að myndin verði endilega verri fyrir það.

Að lokum þá er þetta ein af þeim betri afþreyjingarmyndum sem ég hef séð í langann tíma.

Miðað við spennumyndir og hasar: 9.1
Miðað við aðrar myndir: 7.3

ScOpE