Jæja, þá er búið að gera tilnefningarnar til Óskarsveðlaunanna árið 2004 opinberar. Eins og menn höfðu búist við þá sópaði síðasta mynd hins ótrúlega Lord of the Rings bálks til sín tilnefningum, sem og 17. aldar sjómennsku kennslumyndbandið Master & Commander með skylmingaþrælnum og hrokagikknum Russel Crowe í aðalhlutverki. Byrjum á að líta á tilnefningarnar:
Besta mynd:
The Lord of the Rings: The Return of the King
Lost in Translation
Master and Commander: The Far Side of the World
Mystic River
Seabiscuit
Besti leikstjóri:
Fernando Meirelles - City of God
Peter Jackson - The Lord of the Rings: The Return of the King
Sofia Coppola - Lost in Translation
Peter Weir - Master and Commander: The Far Side of the World
Clint Eastwood - Mystic River
Besti leikari í aðalhlutverki:
Johnny Depp – Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
Ben Kingsley – House of Sand and Fog
Jude Law – Cold Mountain
Bill Murray – Lost in Translation
Sean Penn – Mystic River
Besta leikkona í aðalhlutverki:
Keisha Castle-Hughes - Whale Rider
Diane Keaton - Something's Gotta Give
Samantha Morton - In America
Charlize Theron - Monster
Naomi Watts - 21 Grams
Besti leikari í aukahlutverki:
Alec Baldwin - The Cooler
Benicio Del Toro - 21 Grams
Djimon Hounsou - In America
Tim Robbins - Mystic River
Ken Watanabe - The Last Samurai
Besta leikkona í aukahlutverki:
Shohreh Aghdashloo - House of Sand and Fog
Patricia Clarkson - Pieces of April
Marcia Gay Harden - Mystic River
Holly Hunter - Thirteen
Renée Zellweger - Cold Mountain
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni:
Robert Pulcini and Shari Springer Berman - American Splendor
Braulio Mantovani - City of God
Fran Walsh, Philippa Boyens and Peter Jackson - The Lord of the Rings: The Return of the King
Brian Helgeland - Mystic River
Gary Ross - Seabiscuit
Besta frumsamda handrit:
Denys Arcand - The Barbarian Invasions
Steven Knight - Dirty Pretty Things
Andrew Stanton, Bob Peterson and David Reynolds - Finding Nemo
Jim Sheridan, Naomi Sheridan and Kirsten Sheridan - In America
Sofia Coppola - Lost in Translation
Besta teiknimynd:
Brother Bear
Finding Nemo
The Triplets of Belleville
Besta listræna stjórnun:
Ben Van Os (Art Direction); Cecile Heideman (Set Decoration) - Girl with a Pearl Earring
Lilly Kilvert (Art Direction); Gretchen Rau (Set Decoration) - The Last Samurai
Grant Major (Art Direction); Dan Hennah and Alan Lee (Set Decoration) - The Lord of the Rings: The Return of the King
William Sandell (Art Direction); Robert Gould (Set Decoration) - Master and Commander: The Far Side of the World
Jeannine Oppewall (Art Direction); Leslie Pope (Set Decoration) - Seabiscuit
Besta kvikmyndataka
Cesar Charlone - City of God
John Seale - Cold Mountain
Eduardo Serra - Girl with a Pearl Earring
Russell Boyd - Master and Commander: The Far Side of the World
John Schwartzman - Seabiscuit
Bestu búningar:
Dien van Straalen - Girl with a Pearl Earring
Ngila Dickson - The Last Samurai
Ngila Dickson and Richard Taylor - The Lord of the Rings: The Return of the King
Wendy Stites - Master and Commander: The Far Side of the World
Judianna Makovsky - Seabiscuit
Besta klipping:
Daniel Rezende - City of God
Walter Murch - Cold Mountain
Jamie Selkirk - The Lord of the Rings: The Return of the King
Lee Smith - Master and Commander: The Far Side of the World
William Goldenberg - Seabiscuit
Besta förðun:
Richard Taylor and Peter King - The Lord of the Rings: The Return of the King
Edouard Henriques III and Yolanda Toussieng - Master and Commander: The Far Side of the World
Ve Neill and Martin Samuel - Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
Besta frumsamda tónlist:
Danny Elfman - Big Fish
Garbriel Yared - Cold Mountain
Thomas Newman - Finding Nemo
James Horner - House of Sand and Fog
Howard Shore - The Lord of the Rings: The Return of the King
Besta frumsamda lag:
“Into the West” - The Lord of the Rings: The Return of the King
Music and Lyric by Fran Walsh and Howard Shore and Annie Lennox
“A Kiss at the End of the Rainbow” - A Mighty Wind
Music and Lyric by Michael McKean and Annette O'Toole
“Scarlet Tide” - Cold Mountain
Music and Lyric by T Bone Burnett and Elvis Costello
“The Triplets of Belleville” - The Triplets of Belleville
Music by Benoit Charest; Lyric by Sylvain Chomet
“You Will Be My Ain True Love” - Cold Mountain
Music and Lyric by Sting
Besta hljóð:
Andy Nelson, Anna Behlmer and Jeff Wexler - The Last Samurai
Christopher Boyes, Michael Semanick, Michael Hedges and Hammond Peek - The Lord of the Rings: The Return of the King
Paul Massey, D.M. Hemphill and Arthur Rochester - Master and Commander: The Far Side of the World
Christopher Boyes, David Parker, David Campbell and Lee Orloff - Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
Andy Nelson, Anna Behlmer and Tod A. Maitland - Seabiscuit
Besta hljóðklipping:
Gary Rydstrom and Michael Silvers - Finding Nemo
Richard King - Master and Commander: The Far Side of the World
Christopher Boyes and George Watters II - Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
Bestu tæknibrellur:
Jim Rygiel, Joe Letteri, Randall William Cook and Alex Funke - The Lord of the Rings: The Return of the King
Daniel Sudick, Stefen Fangmeier, Nathan McGuinness and Robert Stromberg - Master and Commander: The Far Side of the World
John Knoll, Hal Hickel, Charles Gibson and Terry Frazee - Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
Besta stuttmynd (teiknimynd):
Boundin'
Destino
Gone Nutty
Harvie Krumpet
Nibbles
Besta stuttmynd (leikin):
Die Rote Jacke (The Red Jacket)
Most (The Bridge)
Squash
(A) Torzija ([A] Torsion)
Two Soldiers
Besta heimildamynd:
Balseros
Capturing the Friedmans
The Fog of War
My Architect
The Weather Underground
Besta stutta heimildamynd
Asylum
Chernobyl Heart
Ferry Tales
Besta erlenda mynd:
The Barbarian Invasions - French Canada
Evil - Sweden
The Twilight Samurai - Japan
Twin Sisters - The Netherlands
Želary - Czech Republic
Efstu myndir eru því þessar:
Lord of the Rings: Return of the King (11)
Master & Commander (10)
Cold Mountain (7)
Seabiscuit (7)
Mystic River (6)
Pirates of the Caribbean (5)
City of God (4)
Finding Nemo (4)
The Last Samurai (4)
Lost in Translation (4)
Þó svo að fátt hafi verið gjörsamlega á ská og skjön við það sem menn höfðu spáð er samt ýmislegt sem stingur í stúf við spár flestra kvikmyndagúrúa.
Fyrst af öllu má nefna þann augljósa skandal að Kill Bill Vol. 1 hafi ekki hlotið eina einustu tilnefningu, en menn höfðu spáð henni ágætu gengi í ýmsum flokkum, svo sem klippingu, hljóði, hljóðklippingu og hafði Uma Thurman meira að segja þótt líkleg sem kandídat í flokkin Besta leikkona í aðalhlutverki. En ekkert af þessu varð að veruleika og það verður að teljast ákveðið áfall. Við getum þakkað fyrir það að myndir gleymast aldeilis ekki þó svo að þær séu hunsaðar af akademíunni.
Annað sem kemur á óvart er að myndin Cold Mountain, sem hlaut 7 tilnefningar, kemur ekki til greina sem besta mynd, en hún þótti einna öruggust inn á þann lista á eftir RotK og Mystic River.
Brasilíska myndin City of God, sem reyndar er gerð árið 2002 en fór ekki í dreifingu í Bandaríkjunum fyrr en á síðasta ári, verður að teljast spútnik mynd hátíðarinnar með fjórar tilnefningar sem fáir höfðu búist við, þ.á.m. tilnefningu fyrir bestu leikstjórn.
Það er mér (og vonandi flestum) gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna í ósköpunum hinn ótrúlegi Johnny Depp hefur aldrei hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrr en núna, og því alveg sérstaklega gaman að sjá hann á þessum lista fyrir ógleymanlega túlkun sína á sjóræningjanum Jack Sparrow í Bruckheimer myndinni Pirates of the Caribbean. Því hafði verið spáð að hann yrði skilinn eftir úti í kuldanum í stað Russel Crowe, en ég get ekki lýst því hversu ánægður ég er með að þannig fór ekki (verandi mikill aðdáandi Johnny Depp, og alveg ákaflega lítill aðdáandi Russel Crowe).
Í flokkinum Besta leikkona í aðalhlutverki fór margt á annan veg en menn bjuggust við. Fyrir það fyrsta var Nicole Kidman ekki tilnefnd, en menn voru farnir að trúa því að hún væri undanfarin ár búin að vinna sér inn áskrift að tilnefningu. Í öðru lagi var Scarlett Johansson ekki tilnefnd fyrir Girl with a Pearl Earring, en menn héldu að hún ætti öruggt sæti á listanum, ekki bara vegna leiks síns í Girl with a Pearl Earring, heldur vegna þess að hún sýnir víst stjörnuleik Lost in Translation líka, og það virkar oft vel á akademíumeðlimi þegar leikara standa sig mjög vel í fleiri en einni mynd sama árið. Það kom svo flestum í opna skjöldu að Nýsjálendingurinn Keisha Castle-Hughes skildi fá mjög verðskuldaða (skilst mér) tilnefningu fyrir hlutverk sitt í barnamyndinni Whale Rider.
Margir sakna Sean Astin í aukahlutverksflokknum, skiljanlega, því hann lék manna best af fríðum leikarahópi RotK. Ég hefði persónulega mikið frekar viljað sjá hann inni heldur en Ken Watanabe, en mér fannst leikur hans í The Last Samurai ekki neitt til að hrópa þrefalt húrra fyrir, þó svo að hann hafi verið áberandi bestur í myndinni, enda fannst mér myndin sjálf langt frá því eins merkileg og af er látið.
Hin indverska Shohreh Aghdashloo átti líklega ekki von á tilnefningu fyrir hlutverk sitt í House of Sand and Fog frekar en aðrir, en þrátt fyrir það eru margir sem telja hana eiga tilnefningu fyllilega skilið og fagna henni.
Nýjustu mynd Tim Burton, Big Fish, hafði einnig verið spáð mun betra gengi en þetta og fólk virðist hissa á því að hún hafi t.d. ekki verið tilnefnd fyrir bestu listrænu stjórnun, auk þess sem lagið Man of the Hour eftir Pearl Jam forsprakkann Eddie Vedder hafði þótt mjög líklegt til afreka. En ég fagna því auðvitað að konungur kvikmyndatónlistarinnar (að mínu mati), Danny Elfman, hafi hlotið sínu þriðju Óskarstilnefningu í ár, þó svo að það verði að teljast ólíklegt að hann muni vinna.
Nú, að lokum eru svo hérna nokkrir áhugaverðir punktar um Óskarsverðlaunin 2004:
*Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1994 sem allar leikkonurnar sem tilnefndar eru fyrir besta leik í aðalhlutverki eru tilnefndar fyrir myndir sem ekki hljóta tilnefningu í flokknum Besta mynd.
*Keisha Castle-Hughes er sú yngsta sem nokkurn tíman hefur verið tilnefnd í flokknum Besta leikkona í aðalhlutverki, en hún er einungis 13 ára gömul.
*Þetta er í fyrsta skiptið í sögu verðlaunanna sem a.m.k. einn blökkumaður er tilnefndur í leikaraflokki þrjú ár í röð. Það er Djimon Hounsou sem er tilnefndur í ár fyrir leik sinn í In America.
*Sofia Coppola er fyrsta Bandaríska konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri.
Ég ætla að láta það bíða örlítið betri tíma að varpa fram mínum spám um það hverjir munu vinna til verðlauna á hátíðinni, en ég er sannfærður um að keppnin mun verða hörð í mörgum flokkum, og það er leiðinlega oft sem maður neyðist til að vera ósammála sínum eigin spám. Ég ætla frekar að bíða þar til nær dregur hátíðinni því þá verð ég líklega búinn að sjá mun fleiri af þessum tilnefndu myndum og verð því betri dómari.