Það er við hæfi á nýju ári að líta yfir hið liðna og skoða hvaða DVD diskar stóðu uppúr á árinu.
-The Indiana Jones Trilogy: Þessi 4 diska pakki(R2 og R1) stendur uppúr DVD útgáfunni á árinu. THX remaster og læti. Myndgæði og hljóð eins og best verður á kosið miðað við aldur upprunanalegu masteranna. Slatti af aukaefni með.
-Finding Nemo(R1)2-Disc Collector´s Edition: Dúndur diskur frá Pixar. Það er langt síðan ég hef séð svona myndgæði, djöfullinn sjálfur þetta er yndislegt. Og ekki skemmir hljóðið fyrir THX-Certified 5.1DD EX hljóðrás. Menu-screens eru virkilega flottir og það var tekið upp fullt af tali með leikurum myndarinnar fyrir þessa frábæru menu-screens. Aukaefnið er líka virkilega vel unnið og það er auðséð að mikil vinna hefur verið lögð í þessa útgáfu. Hann fær 10.0 frá mér.
-Pirates if the Caribbean: The Curse of the Black Pearl(R2): Þessi 2-diska útgáfa frá Walt Disney á fullan rétt á því að vera á þessum lista. Hljóð og myndgæði auka á ánægjuna þegar maður horfir á þessa fullkomnu afþreyingar og ævintýramynd frá kallinum honum Jerry Bruckheimer og snillingnum Gore Verbinski. Aukaefnið er heldur ekki slæmt og stendur þar upp úr vel unnir making-of þættir og gag-reel.
-X-Men 2:X-men United Two-Disc Special Edition(R2): Vel unninn pakki frá 20th Century Fox. Gaman að sjá að þeir höfðu tekið í gegn hljóðgæðin ,en útgáfan af fyrri myndinni var alveg til skammar. En hérna er allt í topp-standi. 5.1DD og 5.1DTS og aspect ratio uppá 2.40:1.
-Black Hawk Down 3-Disc Deluxe Edition(R1): Columbia Tristar bætti heldur betur fyrir strippuðu útgáfuna með þessum pakka beint úr helvíti. Er að mínu mati flottasta útgáfan á árinu. Hér smellur allt saman: fullkomin mynd og hljóðgæði + virkilega vel unnið aukaefni. Hér er að finna þætti sem fjalla um atburðinn sem myndin fjallar um og aðra sem fjalla á ítarlegan hátt um gerð myndarinnar, ,,þjálfun” og undirbúning leikaranna. Það er líka nokkur ágæt ónotuð atriði og skemmtileg easter-eggs.Fær hiklaust 10.0 frá mér. Þess má geta að MGM reyndi að gera sama hlutinn með Windtalkers og gáfu út 3-diska Director´s Cut sett, en það fannst mér ekki gott. Aukaefnið var ekki áhugavert og allt of dreift yfir þessa þrjá diska. Það hefði verið hægt að troða því öllu á tvo diska.Gaman að því.
-Punch Drunk Love(R1) 2-disc Superbit: Þetta er furðuleg útgáfa, þetta lítur út fyrir að vera venjuleg Columbia Tristar útgáfa en er í raun Superbit. Mynd sem mörgum finnst ekki hafa átt að fá superbit-Treatment en engu að síður er hljóðið fáránlega gott og myndgæðin ekki verri. 5.1 DD EX og 5.1 DTS hljóðrásir og síðan er annar diskur með aukaefni. Mér finnst þetta vera frábær mynd frá einum hæfileika ríkasta leikstjóra í dag Paul Thomas Anderson og þessi DVD útgáfa er eiguleg og var þessi Superbit meðferð alveg nauðsynleg þar sem það eru atriði sem fá að njóta sín til hins ýtrasta með góðu soundi.
-Trainspotting-The Defenitive Edition(R2): Fín myndgæði og ágætt aukaefni gerir þetta að eigulegu setti. Appelsínugula coverið skemmir heldur ekki fyrir.
- The Right Stuff:Two-Disc special Edition(R1): Kom á óvart Warner Brothers væru að gefa út tveggja-diska sett. Þessi klassa mynd fær hér meðferð sem henni hæfir.
- Fear and Loathing in Las Vegas-The Criterion Collection(R1): Það þarf nú bara að segja: Criterion Collection. Criterion menn klikka ekki í þetta skiptið.Útlitið og umgjörðin, þetta er allt tipp-topp. Kassinn utan um diskana er sá allra flottasti.
- E.T. 2-disc Limited collector´s Edition(R1): Þetta er náttúrulega bara snilldar útgáfa. Hér er að finna original útgáfuna af myndinni og síðan Remaster Director´s cut frá Steven Spielberg. Slatti af aukaefni er hérna að finna en ekkert commentary frá Steven Spielberg. Það er gott að vita til þess að Spielberg sé að taka þátt í DVD-byltingunni og held ég að útgáfan sem kemur út í mars af Schindler´s List verði unaðsleg í alla staði. Hulstirð er líka helvíti magnað. Annar Diskurinn lítur út eins og tunglið og síðan þegar maður lokar hulstrinu sést aðeins í diskinn og auðvitað er Elliot á hjólinu málaður á plastið svo að hann ber í tunglið-classic.
- Terminator 2:Judgement Day Extreme DVD(álkassi nr 2)(R1) – Þetta á að vera besta útgáfan(Artisan) af T2 sem gefin hefur verið út. Ég get barasta ekkert sagt til um það þar sem hún hefur staðið upp í hillu óhreyfð frá því að ég keypti hana í sumar. Tímaleysi mitt er algert, en þessi útgáfa inniheldur nýtt transfer frá alveg nýjum master og það er meira að segja á disknum líka HD-útgáfa af myndinni(High Definition) sem á að vera alveg svakaleg. Það er líka annar diskur með sem hefur að geyma eitthvað af aukaefni sem var ekki á Ultimate DVD frá Artisan og náttúrulega + aukaefnið frá þeirri útgáfu. Diskarnir eru í Amaray hulstri innan í ótrúlega flottum upphleyptum álkassa.
Aðrir diskar sem voru við þröskuldinn eru:Red Dragon(2-Disc Director´s edition R1), Boyz ´n the Hood(2-Disc Anniversary Edition R1), Dances with Wolves(Special Edition R1) og Stargate(Ultimate DVD Edition) svo að maður nefni nokkra.
Þessi listi er auðvitað engann veginn tæmandi og gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þetta og tillögur um aðra góða diska væri gaman að sjá.
KURSK