Er Sigurjón hækja fyrir meik?
Ég sá í hinu prýðilega Bíóblaði Moggans í morgun, að Sigurjón Sighvats er að fara að framleiða bíómynd sem Baltasar Kormákur mun leikstýra úti í Bandaríkjunum. Gott mál, en Sigurjón er einnig framleiðandi “K-19:The Widowmaker” sem Ingvar E. Sigurðsson leikur í ásamt Harrison Ford og Liam Neeson. Einnig gott mál, en ég spyr; Komast Íslendingar ekkert áfram úti í Ameríku nema að Sigurjón hjálpi? Þetta er grunsamlega tilviljanakennt. En auðvitað á maður ekki að nöldra. Klíkuskapur ræður öllu hvort sem er og ef kallinn ýtir undir fleiri “meik” Íslendinga, þá er það hið besta mál. Hæfileikarnir skipta máli á endanum.