The Last Samurai
LEIKSTJÓRI: Edward Zwick
HÖFUNDUR: John Logan
AÐALLEIKARAR:
Tom Cruise (Nathan Algren)
Ken Watanabe (Katsumuto)
LENGD: 154 mínútur
Á þessa mynd fór ég á áðan(Kl.22 18.jan í Sambíóunum Álfabakka) með litlar væntingar en nokkuð spenntur samt sem áður þar sem að mér fannst sýnishornið af þessari mynd sem er alltaf sýnt í bíó alltaf svo hrikalega óáhugavert og hreinlega hlægilegt, sennilega tilhugsunin að sjá Tom Cruise sem síðasta Samúræann. ;) En það kom í ljós að mér skjátlaðist hrapalega…..
Þessi mynd gerist á 8.áratug 18.aldar og fjallar um hermanninn Nathan Algren. Hann þjónaði undir hinum tilfinningalausa Colonel Bagley(Tony Goldwin) gegn ættbálkum indjána og hefur margar slæmar minningar frá þeim tíma, þar sem allir voru myrtir, konur og börn. Hann er nú orðinn alkóhólisti svolitlum tíma seinna þegar honum er boðið verk frá Japönskum viðskiptamanni, að leiða her og útrýma samúræjanum Katsumoto og flokki hans. Nathan þiggur þetta boð og er neyddur út í orrustu áður en flokkurinn hans er orðinn tilbúinn, flestir hermennirnir eru japanskir bóndar sem kallaðir voru til herskyldu. Þegar til orrustunnar var komið tekst Samúræjunum fljótlega að hafa yfirhöndina þrátt fyrir að flokkur Algren hafði skotvopnen Katsumotos einungis sverðvopn. Algren berst samt til síðasta blóðdropa og Katsumoto verður áhugasamur um hann og ákveður að taka hann til baka með sér…ég vil helst ekki fara neitt frekar inní myndina en uppúr þessu hefst mjög skemmtileg saga sem inniheldur allt sem þarf, glæsilegan leik, frábærar bardagasenur(með þeim betri sem ég séð og flestar mjög blóðugar ;)), flottan húmor og drama. Það er ástarsaga í myndinni en ólíkt öðrum myndum er alls ekki einblínt á það eins og oft er því miður gert og ég vil hrósa leikstjóranum Zwick fyrir það. Koyuki stendur sig rosalega vel og er sannfærandi leikkona í hlutverki Taka.
Tom Cruise og Ken Watanabe fara með stórleik í myndinni og ég vona að myndin falli ekki í skuggan fyrir öðrum þegar kemur að verðlaunaafhendingum þar sem ótrúlega mikið gott efni hefur komið undanfarið.
Þannig að ef þið ætlið að kíkja í bíó að þá mæli ég eindregið með þessari, fann aldrei fyrir leiðindatilfinningu á myndinni þrátt fyrir lengd hennar. Það eina sem hefði getað eyðilagt þessa upplifun voru þessir fávitar sem sátu fyrir aftan mig en sem betur fer þögðu þeir þegar á myndinni stóð fyrir utan mjög ömurlegt klapp á frekar óviðeigandi stöðum(veit ekki hvort þetta hafi verið misheppnaðar tilraunir til að reyna að fá fólk með sér). Svona menn eiga auðvitað ekki að fara í bíó þegar aðrir eru í salnum, henta best í félagsskap með öpum. Jæja, nóg um þá… ;)
Gef myndinni 3 1/2 stjörnu af 4. Ef það er eitthvað sem dróg hana niður að þá voru það tvö þrjú atriði kannski sem hefðu mátt vera styttri eða sleppa jafnvel. Kíkið á hana ef ykkur langar í bíó.
Shagua