En áður en ég fer að telja upp “uppáhalds” lélegustu kvikmyndirnar á þessu ári, þá ætla ég aðeins að minnast á hvað hefur einkennt árið 2003 hjá lélegum myndum.
Þessar kassísku B-myndir eru nánast dauðar. Bíómyndir sem hafa “glataðan” söguþráð, eru ílla teknar, engar tæknibrellur og eru 5.$ virði. Reyndar þótt þessar myndir séu lélegar á allan hátt þá hafa þær nánast alltaf skemmtanagildi. En það sem einkennir lélegu myndirnar í dag er ekkert af þessu.
Það er enginn söguþráður eða öllu heldur engin saga, þær eru núna betur teknar en þessar klassísku B-myndir, tölvutækninn er nýtt alveg til ítrustu svo maður veit varla hvort maður er að spila tölvuleik eða horfa á bíómynd og þær kosta marga miljónir dollara. Þetta hljómar ekki svo ílla, en eini galli er sá að maður hefur ekkert gaman myndunum. Og það er það sem einkennir listan minn í ár, allt myndir sem kosta mikið, þokkalega tæknibrellur og enginn söguþráður, né skemmtanagildi.
Jæja, hér er listinn.
1.The Core
Engin saga, mikið af tæknibrellum, dýr og síðast en ekki sýst, hundleiðinleg. Reyndar vissi maður að því áður en maður sá þessa, svo það var það eina sem bjargaði henni, þökk sé Armageddon.
2.Bulletproof Monk
Ætli menn hafi ekki gleimt sögunni hérna. Þessi mynd var alveg hrillilega leiðinleg og engir brandar virkuðu. Þessi mynd var “efnileg” allan tíman, en það rættist aldrei úr henni.
3.The Hunted
Hvað get ég sagt ? Þessi mynd er gerð fyrir heilalausu sjónvarpsáhugamenn. Margi líktu þessari mynd við Rambo, en þessi er ekki hálfdrættingu á við þá myndi. Ágetis mynd til að sofna yfir.
4.Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life
Það er nú kannski hálf hart af mér að setja þessa mynd hérna, sérstaklega þar sem ég er karlmaður og þarna er allt sem ég vill sjá (:D) eða næstum. En þessi mynd var samt lélegt, því miður, alveg hörmung. “Wana be” Indiana Jons mynd, þó hún sé gerð eftir tölvuleik. Fráhrindandi persónur.
5.Hollywood Homicide
Versta mynd sem Harrison Ford hefur leikið í. Rosaleg vonbrigði, var ekki hægt að hlægja af þessu.
Það var nú ekki létt að velja lélegustu myndina fyrir árið 2003, ekki frekar en árið 2002. Það eru gefnar út ótrúlega margar myndir sem eru “flopp” nú á dögum. Ég vill kalla þetta “flopp” því þetta eru dýrar myndir. Ekki þessar B-myndir sem voru gefnar út fyrir nokkrum árum, þær eru kaffærðar af Hollywood myndunum. Myndir sem eru auglýstar og auglýstar og eru svo hrillilega leiðinlegar, 50-75% af gjöldunum sem fara í myndina eru í markaðkynningu.
Helgi Pálsson