Já, nú er árið á enda og hefur það tíðkast að gera lista yfir það sem stendur upp úr. Lokapartur Hringadróttinsssögu var sýndur í kvikmyndahúsum nú í lok desember, og varð ég ekki fyrir vonbrigðum eins og eflaust flestir sem á myndina fóru. Peter Jackson hefur sannað hann er með betri leikstjórum okkar tíma ef ekki sá besti. Fjórða verk Quentin's Tarantino, Kill Bill, stóð undir væntingum og Uma Thurman sýndi snillarleik sem brúðurin. Heimildarmyndin Bowling for Columbine sýndi okkur hversu byssuóðir Kanarnir eru, þe. í BNA, því hvergi eru dauðsföll vegna skotvopna jafnmörg og í Bandaríkjunum. Jack Nicholson fór með snilldar leik sem Warren Schmidt í myndinni About Schmidt. Cage sýndi að kann þetta ennþá þegar hann fór með hlutverk í myndinni Adaption. Sjóræningjamyndin Pirates of the Carribean kom skemmtilega á óvart. Ég gæti haldið endalaust áfram, en topp 5 listinn yfir bestu myndir ársins að mínu mati væri:

1. LotR: The Return of the King.
2. Kill Bill
3. Bowling for Columbine
4. Gangs of New York
5. 28 days later

Þetta er einungis mitt álit svo endilega komið með ykkar lista!

<b>DrEvil</b>
hallihg@simnet.is