Verð að byrja á frábærum dómi um myndina af imdb.com

Great Thrill Ride That Makes Me Proud To Be An American

This action packed tale of bravery not only makes the viewer cry but also jump out of his seat and daze in amazement. The Patriot is an example of great Hollywood film making. It goes to the extremes of life and ends in a glorious ending. The ever twisting plot leaves the viewer guessing and anticipating the next scene. Though the picture has a long running time every minute is worth the look. I guarantee you'll enjoy this picture, you won't want to
blink!

Og við þessu segi ég: Yeah Right.

Ég lagði loksins í það að sjá þessa mynd og hún var alveg eins og ég bjóst við, það er hægt að sjá hvernig mynd þetta er ef maður les dóminn hér að ofan: Bandarísk vella sem sýnir allar verstu hliðar Hollywood kvikmyndagerðar.

Ég tek líka undir gagnrýni Spike Lees um hve röng mynd er gefin af stöðu svertingja þarna, allt gert til að gera aðalpersónu myndarinnar “likable”.

Það var samt stórkostlega gaman að sjá hvernig herir börðust á þessum tíma: Beinar raðir - sætta sig bara við það að fremsta röðin drepst eiginlega öll, enginn herkænska.

Annar plús var að sjá hausinn fara af einhverjum kalli þegar fallbyssukúla fór í hann, líka var gaman að sjá þegar fótur fer af einum náunga rétt *áður* en fallbyssukúla hitti hann.

Við fáum líka að sjá Bandaríkjamenn að skjóta upp í loftið til að fagna, þetta er ennþá gert í Bandaríkjunum - þeir eru samt sem áður hissa að það komi fyrir að krakkarnir þeirra séu að drepa hvor aðra með byssum, krakkarnir eru bara þjóðlegir (sérstaklega miðað við atriði í myndinni þar sem Mel lætur syni sína drepa fjölda Breta).

Ég er alveg steinhissa á að Bandaríkjamenn skuli hafa unnið þetta stríð, þegar vel gekk þá gerðu þeir eiginlega ekkert nema að veifa flöggum og fagna og þegar illa gekk þá hlupu þeir bara burt og meirihluti þeirra voru skotnir í bakið.

Upphaflega átti karakter Mel Gibsons að vera byggður á alvöru manni en þegar það kom í ljós að sá maður hafði raunverulegar dökkar hliðar, svo sem nauðganir á ambáttum sínum og slátranir á indíánum (sem nær engum þótti slæmt á þeim tím), þá var ákveðið að búa til persónu sem hefur smá dökka hlið og sér alveg ofsalega eftir öllu því sem hann gerði.

En ég er náttúrulega bara að nöldra og væla, ég er farinn að horfa á Muppets Treasure Island og síðan kemur að mynd sem er eitt það besta sem hefur komið frá Hollywood: Raiders of the Lost Ark.
<A href="