Það eru nokkrar myndir sem eru í vinnslu eða eru orðrómur sem ég held að sé ekki búið að segja frá t.d.
Along Came A Spider: sem er framhald Kiss the Girls, Morgan Freeman er með og leikstjóri er Lee Tamahori(Once were Warriors)
Aliens vs Predator: Þó þetta hljómi fáránlega þá er mikið af orðrómum á netinu um þetta verkefni. m.a að James Cameron eigi einhvern þátt í þessari mynd og að hann vilji fá Harrison Ford í hana, en ég endurtek þetta er orðrómar eingöngu.
The Count of Monte Cristo: Þetta er auðvitað mjög skemmtileg saga og það verður trúlegast Jim Caviezel sem leikur greifann og leikstjóri er Kevin Reynolds(Waterworld er vonandi gleymd hjá honum).
Detox: Þetta er fjöldamorðingjamynd með Sylvester Stallone, Tom Berenger,Robert Patrick og Kris Kristofferson. Fjallar um FBI mann sem fer í afvötnun upp í fjöllum og þarf að kljást við morðingjann þar, ég veit ekki með þessa, hljómar frekar illa.
Doc Savage: Þetta er mynd sem er á áætlun Schwartzenegger og fjallar um fullkominn mann. Gæti verið að verði ekki gerð því hún mun kosta yfir 100 milljón$.
From Hell: Þetta er mynd með Johnny Depp sem fjallar um hinn alræmda Jack The Ripper, hann var fjöldamorðingi sem var uppi á 19.öld. Leikstjórar eru Hughes-bræður(menace to society) og það er enginn svartur í þessari. aiiight
Get Carter: Þessi mynd er allveg að fara að koma í bíó hér, hún er endurgerð af mynd sem var með Michael Caine í aðalhlutverkinu sem harðhausinn Carter. Nú er það Sylvester Stallone, sumir segja að þetta sé besta mynd Sly síðan Rocky.
Independence Day 2: Jæja nú á að græða smá pening, Emmerich stjórnar, Pullman og Goldblum eru með en enginn Will Smith.
The Sum Of All Fears: Þetta er nýja Jack Ryan myndinn, hinar voru The Patriot Games og Clear and Present Danger, jú og hann kom fram í The Hunt for Red October. Það er ekki víst hvort Harrison Ford verður með, annars mun Ben Affleck leika hann. Með Fordinum er hún góð, með Affleck er hún slæm trúlegast.
War of The Worlds: Þessi klassíska mynd verður trúlegast endurgerð en það er enginn nöfn kominn varðandi hverjir verða í henni
Já og svo smá frétt varðandi Die Hard 4. Hún mun trúlegast gerast í einhverjum Amason skógi og það er verið að reyna að fá Ben Affleck í hana. Það verður víst eitthvað minna um sprengingar í henni en John McClaine er auðvitað alltaf svalur.
Cactuz-
kveðu