Í dag kaupa allir kvikmyndir á DVD í stað VHS aðallega til að fá betri mynd- og hljóðgæði. Ekki allir gera sér grein fyrir að ef myndin er keypt á Íslandi þá eru þeir mjög oft að fá útgáfu sem stenst engan veginn samanburð við útgáfur frá Bandaríkjunum. Region 1 diskar innihalda velflestir “anamorphic” breiðtjaldsútgáfur á meðan Region 2 diskar bjóða oft aðeins upp á “letterboxed” breiðtjaldsútgáfur. Munurinn á þessum útgáfum er sá að “anamorphic” myndir eru í meiri upplausn í breiðtjaldssjónvörpum og tölvuskjám. Ekki veit ég hversu margir eiga breiðtjaldssjónvarp í dag en á næstu árum eiga þeim eftir að fjölga verulega. Talsverður gæðamunur er venjulega á anamorphic/letterboxed og er þess vegna brýnt að þeim sem er annt um kvikmyndasafnið sitt hugsi sig tvisvar um áður en þeir fjárfesta í útgáfu af uppáhaldsmyndinni sinni sem þeir eiga eftir að vilja skipta út eftir 1-2 ár. Einnig er oft munur á hljóðrásum sem fylgja með á diskunum og eiga Region 1 myndir þar oftast vinninginn með mun fleiri DTS útgáfum og Dolby Digital 5.1 á meðan Region 2 myndir hafa kannski aðeins Dolby Surround 2.0 með myndinni.

Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að versla íslenskt :) en á meðan útgáfurnar sem seldar eru hér út í búð eru lakari en þær bandarísku þá mæli ég með að þið verslið myndirnar á netinu t.d. frá Amazon.com.
Gott er að athuga fyrst nákvæmlega hvað diskurinn inniheldur áður en hann er keyptur og þá er gott að skoða gagnagrunn DVDEmpire.com og lesa umfjöllun á DVDfile.com og thedigitalbits.com. DVDrumble.co.uk býður upp á samanburð á nokkrum útgáfum þ.a. gott er að skoða þann stað líka.

Khayman hefur talað