Returner SPOILER Returner er mynd sem gerist í nútíma Japan og er leikstýrð af Takashi Yamazaki og þetta er önnur mynd hans af þremur en sú þriðja á að koma út 2004.

Myndin fjallar um Miyamoto sem er hitman for hire og Milly sem kemur frá árinu 2084 ef ég man rétt.
Miyamoto er munaðarlaus og ólst upp á götunni en nær nægum pening til að lifa “eðlilegu” lífi. Hann er að eltast við Mizoguchi sem er meiriháttar glæpon sem drap besta vin Miyamoto á barnsárum til að selja innyflin á svörtum markaði og rekst á þennan mann aftur þegar hann er að sinna verkefni.
En þegar tækifærið gefst til að drepa hann birtist Milly í bakgrunninum og truflar Miyamoto þannig að Mizoguchi sleppur. Miyamoto skýtur Milly og tekur hana heim með sér því hún er lifandi og og átti ekkert sökótt við hann.
Þegar hún rankar við sér fær hún Miyamoto til að aðstoða sig við verkefni.
Hún var send til fortíðar til að stoppa stríð milli geimvera og manna. Hún veit ekki hvernig það byrjaði en veit nóg til að stöðva það.
Ein geimvera brotlenti á fjalli við Japan og Milly og Miyamoto gera sitt besta til að skila henni aftur til félaga sinna en Mizoguchi gerir sitt besta til að ræna henni og reyna að öðlast tækni hennar fyrir meiri völd.

Þessi mynd er ekki góð en ekki slæm. Þetta er skítsæmileg afþreying og leyfir manni að pæla í einum eða tveimur hlutum. Hún er ekki byggt á neinum ofurtæknibrellum heldur sögunni sem er dálítið þunn. Leikurinn er frekar stirður en þolanlegur.
Ef einhver er á myndbandaleigu og er til í að taka mikla áhættu er þetta skítsæmilegt afþreyingarefni.

**/*****
Jojohot.