Gagnrýni: Starman Útgefandi: Columbia Tri-Star Home Video
Útgáfudagur: 8. apríl, 2002
Svæði 2, PAL

Starman

Inniheldur:
Breiðtjaldsformið 2.35:1 og er endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp,
enska og franska 5.1 Dolby Digital hljóðrás,
þýska, ítalska og spænska 2.0 Dolby Surround hljóðrás,
arabískan, búlgarskan, tékkneskan, danskan, hollenskan, enskan,
finnskan, franskan, þýskan, grískan, hebreskan, hundískan,
ungverskan, íslenskan, ítalskan, norskan, pólskan, portúgalskan,
spænskan, sænskan og tyrkneskan texta,
umtal frá John Carpenter (leikstjóri) og Jeff Bridges (aðalleikarinn),
gerð myndarinnar,
“All I Have To Do Is Dream” tónlistarmyndband með Jeff Bridges og Karen Allen,
og sýnishorn úr “Starman” og “Close Encounters of the Third Kind”.

Kvikmyndin:
Þessi mynd varð tilbreyting fyrir leikstjórann John Carpenter þar sem hann var þekktur fyrir spennu-og hryllingsmyndir. Þetta var í fyrsta sinn sem hann færði rómantík inní kvikmyndir sínar.

Myndin fjallar um Jenny Hayden (Karen Allen), ekkju, sem fær óvænta heimsókn af látnum eiginmanni sínum (Jeff Bridges) sem er í raun geimvera sem klónaði sig frá hári sem hún fann á heimili hennar. Geimveran þarfnast hjálpar til að komast á áfangastað innan þriggja daga. Og þar með upphefst ferðalag sem Jenny á aldrei eftir að gleyma.

Þessi mynd er fyndin og þar koma senur sem hitta mann í hjartastað. En umfram allt, er þetta mynd sem allir ættu að hafa gaman af. Þrátt fyrir að talið í myndinni um klónun og tækjabúnaður gerir myndina gamaldags, þá skaðar það ekki myndina.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Myndin:
Ég varð furðulostinn þegar ég sá útlitið á myndinni. Maður trúir ekki að þessi mynd var gerð árið 1984. Og svo er náttúrlegt gaman að fá að sjá myndina í breiðtjaldsformi þegar maður er vanur að sjá hana í sjónvarpi í “foolscreen”. Hann Carpenter kann sannarlegar að nota breiðtjaldið til hins ýtrasta.
Stjörnugjöf: ***1/2 af ****.

Hljóðið:
Hljóðið kom mér einnig á óvart. Fyrri parturinn af myndinni hefur mjög góða notkun af afturhátölurunum og bassaboxinu. Og ekki má gleyma hljóðinu í lokaskotinu, maður mætti halda að það væri jarðskjálfti eða eitthvað. Kannski að ýkja þarna, en þetta kom bara á óvart við fyrstu sýn eða réttara sagt heyrn.
Stjörnugjöf: ***1/2 af ****.

Aukaefnið:
Umtalið er skemmtilegt og þeir, John Carpenter og Jeff Bridges, eiga vel saman. Maður fær að heyra skrítinn hlátur frá Bridges í þónokkur skipti. Þeir tala ekki eingöngu um gerð myndarinnar heldur um kvikmyndagerð yfir höfuð sem er gaman að heyra.
Gerð myndarinnar er frá sínum tíma þegar myndin var gerð og er svona dæmigerð auglýsing fyrir myndina. En það eru nokkur áhugaverð viðtöl sem eru tekin við leikarana og leikstjórann.
Myndbandið var gert á sínum tíma fyrir MTV eða eitthvað álíka. Þetta myndband lyktar af níunda áratugnum. Ekkert merkilegt.
Tvö sýnishorn er að finna hér. Eitt úr “Starman” sem var sýnt í kvikmyndahúsum á sínum tíma og þetta er flott sýnishorn.
Hitt sýnishornið er úr “Close Encounters of the Third Kind” sem er rúmar fimm mínútur að lengd. Þetta er meira eins og mjög stutt gerð myndarinnar frekar en sýnishorn, þetta er allt mjög epískt hjá þeim. Mjög skrítið sýnishorn.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Hulstrið:
Í sjálfu sér er þetta ekkert merkilegt hulstur. Mér finnst þó titillinn á myndinni vera með flott yfirbragð. Gæti verið verra.
Stjörnugjöf: ** af ****.

Í heildina: *** af ****.

Ég mæli með þessum DVD diski fyrir þá sem fannst myndin góð og vilja upplifa hana í frábærum gæðum. Og það aukaefni sem er að finna hér ætti að fullnægja þörfum allra hvað varðar aukaefnis. Góð mynd, frábær mynd-og hljóðgæði og gott aukefni þótt það sé ekki mikið miðað við stóru myndirnar nú til dags.
Í alla staði þá er þetta góður pakki.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.