Leikjaframleiðandinn Blizzard kærðu nýverið kvikmyndarisann New Line Cinema vegna nafn nýrrar myndar síðarnefnds fyrirtækis, Diablo, en það nafn er heiti á vinsælum tölvuleik Blizzard.
Myndin, sem leikarinn Vin Diesel leikur í, fjallar um eiturlyfjabarón með nafninu Diablo. Í leiknum hins vegar, tekur maður að sér hlutverk hetju og á að elta upp djöful sem heitir… já, Diablo.

Blizzard bað New Line að breyta nafni myndarinnar, en þeirri beiðni var hafnað. Forsenda kærunnar er sú að Blizzard hefur í hug að gera tvær myndir sem bera sama nafn, Diablo og Diablo II: Salvation. Gæti þetta valdið ruglingi og fólk slysast inn í bíó í þeirri von um að myndin byggðist á tölvuleiknum. Nú er bara að sjá hvor framleiðandinn vinni, framleiðendur Diablo og -Craft leikjanna eða framleiðendur Lord of the Rings.

Tengdar greinar:
<a href="http://www.hugi.is/diablo/greinar.php?grein_id=13345">http://www.hugi.is/diablo/greinar.php?grein_id=13345</a>

The almighty Helm