Brazilíska kvikmyndin Cidade de Deus eða City of God fjallar
um ljósmyndarann Rocket sem endursegir æsku sína þegar
hann ólst upp í fátækra hverfum Rio de Janeiro.
Fátækrahverfin eru hættuleg og eru morð, rán og önnur slík
afbrot sjálfsagður hlutur. Við kynnumst mörgum skrautlegum
karekterum og sögum þeirra, fylgjumst náið með klíkustríðum
á milli tveggja klíkna og sjáum hvernig hverfin og íbúarnir
þróast í enn verri stöður.
Þessi frábæra mynd sem segir ótrúlega sögu sem er byggð á
sönnum atburðum er bæði hrífandi og skemmtileg.
Myndatakan, klippingin, leikstjórnin, búningarnir, tónlistin,
leikurinn og þessi flotti sögustíll heilluðu mig algjörlega upp
úr skónum og tel ég þessa mynd vera eitt af helstu afrekum í
kvikmyndagerð seinustu ára. Cidade de Deus stóðst alveg
upp að væntungum mínum og allir þeir sem hafa glöggt auga
fyrir sannri kvikmyndagerð ættu alls alls ekki láta hana fara
framhjá sér. Ég hef aldrei heyrt minnst á þessa
kvikmyndagerðamenn sem gerðu hana en ég held að það sé
nokkuð víst að ég muni fylgjast vel með þeim héðan í frá. Mig
langar ekki til að segja meira frá þessari stórkostlegri mynd
heldur vil ég bara hvetja alla til að sjá hana og láta hana tala
fyrir sig sjálfa.