Gagnrýni: Assault on Precinct 13 Útgefandi: Image Entertainment
Útgáfudagur: 11. mars, 2003
Svæði 1, NTSC

Assault on Precinct 13: New Special Edition

Inniheldur:
Breiðtjaldsformið 2.35:1 og er hún endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp,
enska Dolby Digital 2.0 Mono hljóðrás,
einangraða tónlist Dolby Digital 1.0 Mono hljóðrás,
umtal frá John Carpenter (leikstjóri),
viðtal við John Carpenter og Austin Stoker (aðalleikarinn),
2 útvarpsauglýsingar,
sýnishorn úr Assault on Precinct 13,
og myndasafn.

Kvikmyndin:
Þetta er önnur myndin sem kom frá John Carpenter sem varð síðar þekktur sem maðurinn á bak við “Halloween”, “Escape from New York” og “The Thing”.

Myndin er um hóp af fólki sem verður einangrað inní gamalli lögreglustöð, sem er verið að loka, þegar glæpagengi lýsa stríði á almenningin eftir að lögreglan skaut nokkra meðlimi gengjanna.

Þessi mynd tekur sinn tíma í að koma sér að hasarnum ef svo má orði komast. Mjög hæg uppbygging á sér stað í myndinni sem sýnir okkur keðjuverkun sem verður til þess valdandi að hópur af fólki verður einangrað inní þessari gamalli lögreglustöð. Þar sem myndin var gerð árið 1975, þá er myndin svolítið gamaldags en mér finnst myndin ekki þjást vegna þess. Og mér finnst hraðinn í myndinni passa fyrir þessa mynd. Myndin er leikin nokkuð vel miðað við að þetta er “low budget”-mynd frá áttunda áratugnum. Sérstaklega má nefna aðalleikarann Austin Stoker og Darwin Joston sem er því miður látinn.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Myndin:
Myndgæðin eru frekar góð miðað við að þetta er “low budget”-mynd frá áttunda áratugnum. Myndin er nokkuð skír í atriðum þar sem er birta en ekki alveg eins góð þegar er komin í nætur atriðin. Þeir hjá Image hafa hreinsað filmuna og það er eiginlega einn staður þar sem maður virkilega sér skemmdir á filmunni. En fyrir mynd frá 1976 þá segi ég að hún lítur frábærlega, en það er alls ekki hægt að bera þetta við myndir sem eru nýkomnar úr kvikmyndahúsum og settar á DVD. Ég á þessa mynd á myndbandi og myndgæðin eru hræðileg miðað við DVD diskinn og ekki láta mig byrja muninn á “foolscreen” og widescreen! Svo miðað við þetta, er þessi stjörnugjöf sanngjörn.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Hljóðið:
Það sem við fáum er mono rás, það hefði verið gaman að fá stereo eða 5.1 rás. En ég fyrirgef þeim, því þetta er nú mynd frá 1976. Að minnsta kosti er rásin frjáls frá einhverjum kvillum. Tónlistin fær smá bassa-“boost”, sem er gott. Á nokkrum stöðum getur maður þó heyrt takmarkanir upptökunnar en það er ekki áberandi. Svo ég er ánægður yfir höfuð.
Stjörnugjöf: **1/2 af ****.

Aukaefnið:
Við fáum umtal frá John Carpenter (leikstjóranum) sem er mjög svo fræðandi um gerð myndarinnar. Manni leiðist ekkert eins oft og það getur gerst þegar það er bara einn að tala.
Það er gaman að fá að heyra tónlistina sér eins og þeir bjóða uppá, því mér finnst tónlist mjög góð í myndinni. Ég er Carpenter aðdáandi og mér finnst tónlist hans oftast passa við myndirnar hans. Og svo finnst mér gaman af svona synthesizer tónlist.
Viðtalið sem við fáum að sjá er með John Carpenter og Austin Stoker, það er tekið upp eftir sýningu á myndinni á einhverri hátíð til Carpenter til heiðurs. Þetta er mjög skemmtilegt og maður fær að heyra einnig spurningar frá áhorfendum sem eru margar skrautlegar. Því miður er hljóðið ekki hið besta, því þetta er tekið á venjulegri myndbandsupptökuvél og þar sem ekki hjálpar er þegar þeir tala í hljóðneminn þá er maður að heyra frá hátölurunum í salnum og því er stundum erfitt að heyra hvað er verið að segja. Það skaðar aðeins á ánægjuna. Það hefði verið gott ef það væri hægt að velja enskan texta meðan maður væri að horfa á þetta en þeir gáfu þann möguleika ekki sem mér finnst lélegt af þeim. Hver veit, kannski heyrðu þeir ekki nógu vel til þess að geta texta þetta…
Ágætt myndasafn er að finna þarna á disknum þar sem inná milli kemur texti sem segir okkur smávegis frá gerð myndarinnar, tónlistin úr myndinni er spiluð undir. Þetta virkar sem “slideshow” og því þarf maður að ýra á pásu ef maður vill lesa eitthvað eða spóla til baka.
Sýnishorn úr myndinni er í illa farið, svona hefði myndin geta litið út ef ekki vel væri farið með hana. Ágætt að hafa þetta á disknum en ekkert merkilegt.
2 útvarpsauglýsingar er einnig að finna hérna og er þetta einn af fáum diskum sem bjóða uppá slíkt. Gaman að fá að heyra þetta þótt að þetta sé ekki beint merkilegt en meira uppá forvitnina.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Hulstrið:
Þetta er bara flott hulstur. Þótt svo að hulstrið kemur myndinni ekki mjög mikið við fyrir utan kannski skuggaveruna sem stendur þarna. En þetta hulstur er ekki upprunalega plakatið. Sem betur fer eru engin fljótandi höfuð í gangi hér.
ATH: Þetta er gamla hulstrið. Á nýja hulstrinu stendur NEW SPECIAL EDITION í staðinn fyrir WIDESCREEN EDITION.
Stjörnugjöf: *** af ****.

Í heildina: *** af ****.

Ég mæli með þessum DVD diski fyrir þá sem hafa séð myndina og fíla myndina nógu mikið til að kaupa hana. Þetta er örugglega besta útlitandi útgáfa af myndinni sem við eigum eftir að sjá. Og aukaefnið skemmir ekki. Góður pakki.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.