Leikstjóri : Corey Yuen.
Leikarar: Qi Shu (The Transporter), Vicki Zhao , Karen Mok
Merkt á IMDB sem : sci/fi, action
Forleikur :
Leikstjórinn Corey Yuen er meistari meistarana í bardaga atriðum austurlanda.
Hann er maðurinn á bakvið bardaga senur í myndum eins og t.d:
The Transporter, The One, Kiss of the Dragon, Romeo must die, Lethal weapon 4, X-Men og ótal margar fleiri.
Efni:
Glæpa kóngur fær tvær hátækni leigumorðingja systur í vinnu fyrir sig en ákveður svo á loka stundu að svíkja þær. Með lögregluna og glæpagengið á hælunum verða þær að reyna að snúa vörn í sókn.
Niðurstaða :
Myndin fer hratt af stað með flottri bardaga senu. Þokkalegur leikur, góðu hasar og grín út mest alla myndina. Bardaga senurnar standa samt uppúr verulega flottar og vel útfærðar, hver hreyfing og hvert hljóð út pælt.
Fyrir þá sem eru að leita að góðum hasar og gera kannski ekki of miklar kröfur til sögu þá er þetta efni í þokkalega góða kvöldstund. Og ekki skemma skvísurnar sætu.
Mynd : 3 / 4
Mynda takan er mjög góð jafnvel listræn.
Skemmtileg skot, góð grafísk myndvinnsla, flott atrið.
Hljóð : 3,5 / 4
Þetta verður að teljast ein besta hljóð blöndun í 5.1 sem ég hef heyrt lengi.
Hvert einasta hljóð er staðsett af kostgæfni
Aftur hátalararnir koma sterkir inn og flott surround.
Bassinn er rétt notaður, góður og verulega kröftugur.
Ef þú átt flott heimabíó kerfi og fílar flott hljóð mæli ég með þessari á góðum styrk.
Heildar einkunn : 3 / 4
Sem sagt fínn ræma.
X