Hlutirnir verða ansi hættulegir þegar hópur af hryðjuverkamönnum leiddur af Hans Gruber (Alan Rickman) gerast boðflennur og ætla sér að ræna fyrirtækið af 600 milljónum dollara. Hryðjuverkamennirnir taka alla sem gísl en John sleppur og byrjar að berjast einn á móti hryðjuverkamönnunum á hstu hæðum Nakatomi hótelsins. En til andlegs stuðningar er lögreglumaðurinn Al Powell (Reginald VelJohnson) niðri á jörðu og heldur sambandi við John í gegnum talstöðvar. Ekki lagast málin þegar lögreglan í Los Angeles og F.B.I fara að reyna að vera hetjur.
Þessi mynd er í hæsta gæðaflokki og er hún ein besta spennumynd sem ég hef séð. Bruce Willis Og Alan Rickman leika sín hlutverk eins og meistara og Reginald VelJohnson gerir það sem hann getur með það litla hlutverk sem hann leikur.
Die Hard er frábær mynd fyrir alla spennumyndafíkla og aðdáendur góðra mynda. ****/****
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.