Erfitt er að skrifa um söguþráð myndarinnar án þess að
eyðileggja smá þeirri mögnuðu stemninguna sem fylgjir
henni, þeir sem vilja koma algjörlega ferskir inn á myndina
ættu ekki að lesa meir.



——VARÚÐ hugsanlegur Spoiler——

Mystic River er dramatískur glæpa harmleikur sem fjallar um
æskuvinina þrjá Sean, Dave og Jimmy sem voru eitt sinn
góðir vinir en sundruðust frá hvort öðrum með tímanum. Þeir
kynnast hvort öðrum upp á nýtt þegar 19 ára gömul dóttur
Jimmy finnst hrottalega myrt. Sean (Kevin Bacon), sem er
rannsóknarlögreglumaður er falið verkefnið ásamt
samstarfsmanni sínum (Laurence Fishburne) að morðinu en
Jimmy (Sean Penn), sem er fyrrverandi fangi og núverandi
búðareigandi reynir að leita að morðingjanum sjálfur ásamt
aðstoð glæpsamlega ættingja(?) sína til að geta myrt hann.
Dave (Tim Robbins), sem hefur verið í algjörlegri
tilfinningakreppu frá því honum var nauðgað af tveim eldri
mönnum í æsku sinni kom heim sömu nótt og morðið átti sér
stað, útataður í blóði og sárum og tekst að láta konu sinni
(Marcia Gay Harden) gruna sig fyrir ódæðisverkið.

—–SPOILER lokið——



Ég fór á forsýningu Mystic River í gær (sextánda) eftir að hafa
beðið eftir henni í töluvert langan tíma og get ég vægast sagt
að hún hafi staðist væntingar mínar. Hún er spennandi,
dramtísk og yfirhöfuð virkilega góð kvikmynd. Það er óhætt að
segja að Clint Eastwood hefur ekki látið frá sér eins góða
mynd síðan óhefðbundna kúrekaframlagið hans Unforgiven.
Jafnvel þótt að kvikmyndin sé afar sorgleg þá fannst mér
skemmtilegt að horfa á þessa sönnu kvikmyndagerð.
Mystic River hefur fengið verulega góðar viðtökur frá
gagnrýnendum og almenningnum og má nefna að hún hefur
þegar komist inn á 250 listan á imdb með 8.1 í einkunn og
fengið 87% fresh á Rottentomatoes. Mystic River var tilnefnd til
Gullpálmans á Cannes og vann Eastwood Golden Coach
verðlaunin á sömu hátið og tel ég nokkuð víst að hún hljóti
a.m.k. eina tilnefningu til óskarsins. Ef ég mætti ofmetast og
gefa henni stjörnugjöf myndi ég án nokkur efa gefa henni ****
af ****.