Ég leigði þessa mynd með nokkrum vinum mínum um daginn.
Ég varð svolítið fúll varðandi gæði myndarinnar.
Ég bar miklar væntingar í garð myndarinnar og hún stóð
svo sannarlega ekki undir þeim. Myndin fannst mér vera
meira félagsfræðistúdía en splatter-hrollvekja.
Zombie-in voru lituð blá í framan og voru voðalega
asnaleg að gerð. Sminkarinn hefur líka verið svolítið
utan við sig því það vantaði bláan lit á augnlokin og
þar voru þau fullkomlega eðlileg.
Annað sem ég skil ekki: Allir voru í köflóttum skyrtum,
eða einhverjum trailer-trash fötum. Líka af hverju
svoa fáir voru eftir á lífi miðað við hvað þessi zombie
voru hægfara. Þetta vakti engan hrylling hjá mér. Það
kom reyndar smá splatter inn á milli en aðal hryllingurinn
í myndinni var hvað fólkið var hryllilega heimskt.
Fólkinu datt ekki í hug að hlaupa burt frá zombie-unum.
Í staðinn beið það eftir því að vera búið að klára skotin,
leyfa því að koma nær sér og reyna að lemja zombie-in
með byssunni. Byrjunin var líka afar óreiðukennd og
erfitt að átta sig á atburðarásinni og fáar skýringar eða
tildrög að þessum uppvakninga-árásum. Auk þess er myndin
verulega illa leikin og lengd óþarflega mikið með
víðáttuskotum af zombie-um á bílastæðaplönum og fleira.
Þrátt fyrir að myndin sé svona illa gerð, þá komu
ágætis punktar inn á milli sem gerðu myndina betri
til áhorfs.
Myndin er í raun félagsfræðistúdía um það
hvernig afmarkaður hópur manna kemst af í rústuðu
samfélagi. Því þótti mér mjög gaman að fylgjast með,
og líka skemmtilegt hvernig þau innréttuðu íbúðina
uppi á skrifstofunni.
Þrátt fyrir það þótti mér myndin slæm.
*+/*****
Hjálpið mér að ná þessari mynd því hún hvorki inn í hausinn
á mér né neinum vina minna. Okkur dauðleiddist.