James Bond myndirnar hafa heillað karlmenn, börn og konur upp úr
skónum. Þessi aðalnjósnari 20. aldarinnar og einnig 21. aldarinnar hefur
vakið hrifningu áhorfenda hvar svo sem þeir eru í heiminum.
Ekki hefði verið gerð nein mynd ef ekki hefði verið fyrir hinn hæfileikaríka
fyrrum njósnara Ian Fleming sem er bókmenntafaðir 007. Vinsældir
bókanna og myndanna má kannski rekja til þess að Ian Fleming var í raun
mjög líkur James Bond. Ian var maður sem hafði gaman af spennu og
framandi stöðum. Hann var mikill sérfræðingar á gott vín og góðan mat.
Hann hreifst einnig af fallegum konum.
Ian Fleming var ekki ríkur og hafði verið í sjóhernum um nokkurt skeið og
starfað sem njósnari. Hann keypti lítið hús á Jamacia eftir að hann skildi
við konuna sína og skýrði það Goldeneye. Hann keypti sér gullhúðaða
ritvél í þeirri von að hann myndi geta skrifað sína fyrstu skáldsögu. Nafnið
á sögupersónunni, var í raun nafnið á rithöfundi sem hafði skrifað bók sem
hét Birds of the West Indies og Ian hafði oft með í farteskinu. Fyrsta bókin
sem Ian skrifaði árið 1953 um njósnarann James Bond hét Casino Royale
og vinsældir bókanna voru ekkert síðri en myndanna sem á eftir komu.
Albert R. Broccoli fékk þá hugmynd að færa þessa sögupersónu úr
bókunum og á hvíta tjaldið. Í samstarfi við Harry Saltzman fóru þeir frá
kvikmyndafyrirtæki til kvikmyndafyrirtækis en ávallt var þeim vísað burt.
Stjórnendur fyrirtækjanna sögðu að kvikmyndin myndi verða of bresk og of
klámfengin. En á endanum fundu þeir fyrirtæki sem vildi taka við handriti
og það var United Artists.
Stjórnarformaður United Artists lét í hendur Alberts og Harry 1 milljón
dollara til þess að gera fyrstu kvikmyndina, og vonuðust þeir eftir því að
myndin myndi skila inn það miklum gróða að þeir gætu að minnsta kosti
gert eina í viðbót. Myndin sem hét Dr. No var frumsýnd í október 1962 og
eftir það varð hún goðsögn. Fólk hafði aldrei áður sest í bíó og upplifað
aðrar eins tæknibrellur, framandi tökustaði og umfram allt njósnara sem
ferðaðist í lúxus farartækjum, náði í allar fallegustu konurnar og komst
framhjá öllum mögulegum hindrunum. Oftast vopnaður einni skammbyssu,
en það var Walter PPK Myndin leit út fyrir að vera miklu dýrari í framleiðslu
en hún var. Sean Connery sem var lítt þekktur og hafði leikið aukahlutverk
í nokkrum myndum reis upp á stjörnuhimininn. Albert og Harry stofnuðu
hlutafélag þar sem leikarar og tæknimenn gátu keypt hlut í myndunum.
Margir þeir sömu unnu við James Bond myndirnar lengi eftir þetta.
Sviðsmyndirnar, nafnalistinn í upphafi myndarinnar myndarinnar og
klipping myndarinnar markaði stór spor í sögu kvikmyndanna og varð Dr.
No kennslubókardæmi í því hvernig ætti að gera góða spennumynd.
JAMES BOND - II
Búið er að gera 19 James Bond myndir en sú 20. er í framleiðslu. Ekki er
myndin Never Say Never Again, sem var endurgerð af Thunderball, tekin
með í flokkinn þó Sean Connery hafi leikið í myndinni. Hann hafði þá ekki
leikið í Bond mynd í 12 ár og var myndin frumsýnd 1983. Hún hefur verið í
skugga James Bond framleiðandanna sem hafa ekki viljað viðurkenna
myndina.
Dr. No var frumsýnd 8 maí 1962. Dr. No var tekin upp að mestu leiti á
Jamaica en innanhúsatriði voru tekin upp í Pinewood Studíóinu sem er
nálægt London. Ian Fleming var mikið í mun að finna leikara sem gæti fært
007 á hvíta tjaldið. Hann spurði vin sinn Noel Coward hvort hann gæti
tekið að sér hlutverkið en hann svaraði að bragði: “No, no, no”. Þegar það
gekk ekki upp spurði hann fjarskyldan frænda sinn Christopher Lee hvort
hann gæti tekið að sér hlutverkið en svarið var nei. En hann lék seinna
Scaramanga í James Bond myndinni The Man With The Golden Gun. Dr.
No halaði inn 60 milljónum punda um allan heim og vakti myndin víða
athygli allt frá Vatíkaninu til Kreml. Framleiðendur gátu ekki beðið eftir því
að gera framhald og árið 1963 var From Russia With Love frumsýnd.
Bókin sem Kennedy sagði að væri ein 10 bestu bókum hans. Myndin varð
alveg jafn vinsæl og Dr. No og var tekin upp í Tyrklandi, Feneyjum,
Skotlandi og í Pinewood stúdíóinu.
Goldfinger sem er að mörgum talin ein besta James Bond mynd fyrr og
síðar gerði allt vitlaust þegar hún kom út árið 1964 markaði hún ný spor í
gerð myndanna, listræn kvikmyndataka og fagmannlega unnin atriði
vörpuðu nýju ljósi á Bond. Fyrsti tæknimaður í James Bond mynd sem
vann Óskar var Norman Wanstall, fyrir framúrskarandi hljóð í myndinni.
Myndin innihélt Aston Martin DB5, sem síðan hefur verið kallaður frægasti
bíll í heimi.
Ég hef ekki orku í það að segja frá öllum Bond myndunum en árið 1992
eftir fimm ára bið kom Goldeneye sem skartaði færum leikara sem bar
nafnið Pierce Brosnan. Albert R. Broccoli fannst tímabært að færa Bond
aftur á hvíta tjaldið. Þó Albert væri nú mest á bakvið tjöldin og nýjir
framleiðendur teknir við, þau Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, þá sá
hann að mestu um að gera Goldeneye að því sem hún varð.
Nú er verið að taka upp 20. myndina og bíða allir Bond aðdáendur eftir
henni með mikilli eftirvæntingu. Bond myndirnar hafa verið lengi á ferð um
kvikmyndahúsin. James Bond er langlífasta sögupersóna kvikmyndanna
fyrir utan Dracula. En einhvern tímann verður allt að enda og hvenær það
verður veit ég ekki en á meðan James Bond lifir á hvíta tjaldinu þá verður
kvikmyndaheimurinn aldrei samur við sig.