Ég rakst á grein á empire.com sem fjallaði um 25 hættulegustu myndirnar sem hafa verið gerðar. Það er verið að meina hve mikil áhætta var fólgin í gerð hverrar myndar. Þetta eru myndir sem hneiksla og eru ekki settar í gegnum fegurðarvél Hollywood. Þær eru oft um hluti sem fólk flýr frá þegar það fer í bíó og þær rugla þig í ríminu og skilja þig eftir oft með stórar spurningar á vörunum. Þessar myndir kallar Glenn Kenny, höfundur greinarinnar, guðsgjöf til kvikmyndagerðar. Þær eru:

1.Bad Lieutenant(1992): Mynd sem fjallar um spilltan lögregluforingja(Harvey Keitel) sem sleppir bófum, leikur sér með hórum og dópar. Hann er spilltasta lögga sem ég hef séð í mynd og fer Harvey á kostum í þessari mynd.
2.Bonnie og Clyde(1967): Mynd sem fjallar um glæpapar sem ferðast um Bandaríkin rænandi og ruplandi. Í aðalhlutverkum eru þau Warren Beatty og Fay Dunaway.
3.Boys dont cry(1999): Sannsöguleg mynd sem fjallar um kynhneigðar vandamál Brandon Teena og fordóma. Aðalhlutverkið leikur Hillary Swank og fékk óskarinn fyrir.
4.Un Chien Andalou(1929): Alræmd 16 mínútna mynd sem var gerð til að hneiksla. Hún gengur út á það að sýna mörg myndbrot af allskonar píningum og blóðsúthellingum m.a. skorið í augastein( þessi mynd gerði allt brjálað trúlegast).
5.A Clockwork Orange(1971): Ein umtalaðsta mynd aldarinnar fjallar um hvernig samfélag getur skapað ofbeldishneigða einstaklinga. Hún var mikið gagnrýnd fyrir nauðgunaratriði. Hún var gerð af Stanley Kubrick og fer mjög illa með sakleysislega lagið “Singing in the rain”.
6.Dancer in the dark(2000): Söngleikja tragedía eftir Lars Von Trier sem fjallar um sjálfsfórnandi móður og barn hennar. Mikilvæg ádeila á gildi dauðarefsinga.
7.Dead Ringers(1988): David Cronenberg fjallar hér um eineggja tvíbura sem leiknir eru af Jeremy Irons. Þeir falla báðir inn í geðveikina og telja sér trú um að allar konur séu stökkbreyttar, þannig að þeir gera ýmsar tilraunir á þeim með skurðtólum.
8.Eraserhead(1977): Þessi frumraun David Lynch fjallar um hræðslu við kynlíf og spennu vegna barneigna. Hún svarthvít og mjög drungaleg. Verðandi forledrar ættu að forðast þessa.
9.Freaks(1932): Þessi mynd fjallar um sirkusfólk(dverga,limlaust fólk,skeggjaðar konur og annars konar viðundur).
10.Gimme Shelter(1970): Tveir bræður ákváðu að gera heimildarmynd um tónleikaferðalag Rolling Stones árið 1969 en þeir urðu í staðinn vitni að morði Hells Angels manna á svörtum manni á miðjum tónleikunum og náðu þeir merkilegum myndum af caosinu sem varð eftir morðið.
11.Happines(1998): Þessi mynd fjallar á skondin en svartan hátt um leit fólks að hamingju. Hver manneskja á sína beinagrind í skápnum allt frá barnaníðingi til fólks sem er að upplifa gráa fiðringinn.
12. In the company of men(1997): Tveir menn ákveða að tæla og fara illa með heyrnalausa konu sem vinnur með þeim. Myndin er annars vegar saga um tvo skíthæla og hins vegar snjöll ádeila á kapítalisma.
13.The Lost weekend(1945): Fjallar um rithöfund sem berst við dökkustu hliðar alkóhólismans.
14.M(1931): Er mynd sem setur áhorfandann inn í hugarheim barnamorðingja sem er hálfgert barn sjálfur.
15.Natural Born Killers(1994): Þetta er MTV útgáfan af Bonnie og Clyde með ádeilu á ofbelsisdýrkun og fjölmiðlafár. Oliver Stone var lögsóttur á þeim grundvelli morðingjar fengju innblástur frá þessari mynd.
16.Peeping Tom(1960): Er mynd sem fjallar um morðingja sem tekur upp morðin sín á konum.
17.Repulsion(1965): Þessi mynd eftir Roman Polanski fjallar um kynferðislega bælda konu sem bilast þegar systir hennar nær sér í myndarlegan mann og flýr burt með honum.
18.Requiem for a dream(2000): Þetta er nýjasta mynd Darren Aronofsky(pí) sem fjallar um dópneyslu og baráttu dópista við fíknina, myndin gerir dópneyslu ekki að einhverjum cool hlut eins og flestar dópmyndir.
19.Romper Stomper(1992): Er fyrsta alvöru mynd Russel Crowe og fjallar um nýnasisma og ofbeldið í kringum kynþáttahatur.
20.Salo, ot the 120 days of Sodom(1976):Leikstjóri myndarinnar var myrtur hrottalega rétt eftir gerð hennar. Hún fjallar um sadisma þar sem ríkir pína fátæka og að ómanneskjulegur heimur bíður upp á tækifærissinna sem gera það sem þeim lystir.
21.Seven Beauties(1976): Fjallar um mann sem gerir hvað sem er til að komast hjá að fara í útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni.
22.Sick, the life and death of Bob Flanagan supermasochist(1997):
Fjallar um Bob Flanagan sem gerði masókisma að líkamlegri og andlegri meðferð. Saga hans er rakinn allt til dauðadags hans, það er farið í gegnum aðferðir hans t.d. að negla lim sinn við spýtu.
23.The Sweet Hereafter(1997): Þessi mynd fjallar á yfirborðinu um sifjaspell en hún fjallar einnig um óhjákvæmileika dauðans, sem allir þurfa að ganga í gegnum.
24.Taxi driver(1976): Þessi kyngimagnaða mynd eftir Scorsese fjallar um leigubílstjóra sem fer yfir um í New York. Sumir segja að efni myndarinnar eigi frekar við nú til dags heldur en þá. You talking to me
25.Weekend(1967): Fjallar um par sem fer í ferðalag yfir helgi en enda í samfélagi fólks sem stunda mannát.

Jæja þá er þessi listi Kennys talinn upp. Ég verð eiginlega að koma nokkrum myndum þarna að sem hann er að gleyma.
Reservoir dogs-Blue Velvet-Lost Highway-Man bites dog-American HistoryX-Se7en-Apocalypse Now- American Pchsyco.
Ef þið hafið fleiri þá endilega commentið

Cactuz-

p.s. sorry hvað þetta er langt