Myndin Finding Nemo hefur með sér að bjóða grín, drama og jafnvel góða spennu. Þegar ég sá myndina, lifði ég mig nokkurn veginn inní atriðin.. og get sagt vel að þetta er vel skapandi mynd.. til dæmis hefur myndin margt að segja um hvernig líf undirdjúpana gæti verið.
Myndin fjallar um Nemo(Alexander Gould) og Marlin(Albert Brooks) föður Nemos, Marlin lenti í miklum hremmingum rétt áður en Nemo fæddist með það, að það var ráðist á fjölskyldu hans af hákarli mætti segja. Svo Marlin og Nemo voru einir eftir. Já Marlin og nemo eru trúðafiskar (einhver tegund af fiski), og Marlin lendir i hinu og þessu vegna þessa.
Einn daginn þegar Nemo er í skólanum fara nokkrir bekkjarfélagar hans útaf kennslusvæðinu og hann eltir.. stuttu eftir það gerist nokkuð slæmt að Nemo verður tekinn af köfurum og verður farið með hann til Sidney, þar sem hann er seldur til tannlæknis og settur í fiskabúr, þar kynnist hann nýjum og mjög skemmtilegum vinum á meðan faðir hans er liggur við að drepast úr áhyggjum og er á fullu við það að reyna að finna son sinn… og fær þar nokkurn veginn hjálp frá öðrum fisk sem hann hittir þar á leiðinni og sá fiskur er að nafni Dorie (Ellen DeGeneres), en hún þjáist að stuttu minni (gleymir hlutum auðveldlega. Þau tvö fara að leita saman að Nemo en vita bara ekki hvar á að leita… á meðan leitinni stendur á lenda þau í ýmsum skemmtilegum og hættulegum förum, kynnast þar nokkuð óvenjulegum vinum. Á meðan Nemo og fiskabúrs félagar reyna að flýja úr búrinu og lenda í ýmsum málum með það…
En ég ætla ekki að segja alla söguna hérna betra að þið sjáið hana sjálf og ég vona að þið skemmtið ykkur vel við það.
Það er hægt að segja að þessi mynd höfðar vel til allra aldurshópa.. eins og hægt er að segja að þetta er ein fullkomin fjöskyldu mynd að hætti Pixars.
..sannleikurinn er oft bestur ósagður..